Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2019 19:45 Slökkviliðsmenn og fangar (í appelsínugulu) slökkva í glæðum Tick-eldsins við Santa Clarita. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09