Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 12:30 Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira