Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2019 07:22 Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. Löngu er mál að linni, þótt ekki séu allir stjórnmálaflokkar sammála þeirri nálgun. Lýðræði, samkennd, skilningur Fyrir ríflega tuttugu árum flutti ég mína jómfrúarræðu með öran hjartslátt, komin átta mánuði á leið. Ekki einungis gætti titrings vegna þeirra forréttinda að vera kosin af fólkinu til setu á Alþingi heldur voru þetta spennandi tímar. Breytingar á stjórnarskrá voru til umræðu en þær tóku meðal annars til kjördæmaskipunar og jafnara atkvæðavægis. Þótt skref hafi verið tekin í rétta átt þá var engu að síður misvægi atkvæða við haldið. Og út á það óréttlæti gekk mín stutta ræða. Misvægi atkvæða getur ekki og má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Sama atkvæðavægi á að gilda á milli landsmanna hvar sem þeir búa á landinu. Þingmenn verði þingmenn allra landsmanna. Slíkt eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þingmenn vinni að samkeppnishæfara Íslandi í baráttu alþjóðasamfélagsins um lífsgæði, framfarir og ekki síst fólkið okkar. Í þeirri samkeppni er lykilatriði að Ísland sé allt undir og við þingmenn nálgumst málin með heildina í huga. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er úrelt. Sagan sýnir að hún hefur frekar dregið taum sérhagsmuna en hagsmuna heildarinnar. Allir einstaklingar, sama hvaða hópi þeir tilheyra verða að hafa jafna möguleika til að kjósa og vera sjálfir kjörnir. „Jafnræði þegnanna til að hafa pólitísk áhrif er meðal grundvallaratriða lýðræðisins og borgaralegra réttinda,“ sagði í skýrslu sem unnin var fyrir stjórnlaganefnd um jafnt vægi atkvæða. Þessu er erfitt að andmæla. Mismunandi vægi atkvæða eftir kjördæmum má líkja við það að vernd eignarréttinda væri ólík milli kjördæma. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn myndi sætta sig við það. Með sömu rökum ætti enginn að sætta sig við búsetubundna mismunun á atkvæði sínu. Heildarendurskoðun og forgangsröðun Í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs og nú í niðurstöðum viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar kom fram að það er eindreginn vilji þjóðarinnar að endurskoða það ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Við formenn stjórnmálaflokkana verðum að taka afstöðu til þess hvort ekki sé rétt að taka forgangsröðun stjórnarskrárvinnunnar til endurskoðunar en jafnt atkvæðavægi er látið bíða til næsta kjörtímabils. Sú biðstaða er ankannaleg þegar með sanngirni er rýnt í gögn sem sýna eindreginn vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Hún vill jafnt atkvæðavægi, eins og nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð njóta. Höfum í huga að atkvæðisrétturinn sjálfur, um einn einstakling eitt atkvæði, er grunnurinn að lýðræðinu. Sagan og pólitísk hrossakaup geta ekki lengur réttlætt viðhald þessarar misskiptingar í atkvæðavægi. Tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar og önnur mannréttindi eru jöfn og algild án tillits til þess hvar á landinu þú átt lögheimili. Það sama á að gilda um kosningaréttinn. Það var afstaða taugaspenntrar konu í jómfrúarræðunni hennar fyrir rúmum tveimur áratugum og það er afstaða hennar enn í dag. Einn einstaklingur – eitt atkvæði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kjördæmaskipan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. Löngu er mál að linni, þótt ekki séu allir stjórnmálaflokkar sammála þeirri nálgun. Lýðræði, samkennd, skilningur Fyrir ríflega tuttugu árum flutti ég mína jómfrúarræðu með öran hjartslátt, komin átta mánuði á leið. Ekki einungis gætti titrings vegna þeirra forréttinda að vera kosin af fólkinu til setu á Alþingi heldur voru þetta spennandi tímar. Breytingar á stjórnarskrá voru til umræðu en þær tóku meðal annars til kjördæmaskipunar og jafnara atkvæðavægis. Þótt skref hafi verið tekin í rétta átt þá var engu að síður misvægi atkvæða við haldið. Og út á það óréttlæti gekk mín stutta ræða. Misvægi atkvæða getur ekki og má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Sama atkvæðavægi á að gilda á milli landsmanna hvar sem þeir búa á landinu. Þingmenn verði þingmenn allra landsmanna. Slíkt eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þingmenn vinni að samkeppnishæfara Íslandi í baráttu alþjóðasamfélagsins um lífsgæði, framfarir og ekki síst fólkið okkar. Í þeirri samkeppni er lykilatriði að Ísland sé allt undir og við þingmenn nálgumst málin með heildina í huga. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er úrelt. Sagan sýnir að hún hefur frekar dregið taum sérhagsmuna en hagsmuna heildarinnar. Allir einstaklingar, sama hvaða hópi þeir tilheyra verða að hafa jafna möguleika til að kjósa og vera sjálfir kjörnir. „Jafnræði þegnanna til að hafa pólitísk áhrif er meðal grundvallaratriða lýðræðisins og borgaralegra réttinda,“ sagði í skýrslu sem unnin var fyrir stjórnlaganefnd um jafnt vægi atkvæða. Þessu er erfitt að andmæla. Mismunandi vægi atkvæða eftir kjördæmum má líkja við það að vernd eignarréttinda væri ólík milli kjördæma. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn myndi sætta sig við það. Með sömu rökum ætti enginn að sætta sig við búsetubundna mismunun á atkvæði sínu. Heildarendurskoðun og forgangsröðun Í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs og nú í niðurstöðum viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar kom fram að það er eindreginn vilji þjóðarinnar að endurskoða það ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Við formenn stjórnmálaflokkana verðum að taka afstöðu til þess hvort ekki sé rétt að taka forgangsröðun stjórnarskrárvinnunnar til endurskoðunar en jafnt atkvæðavægi er látið bíða til næsta kjörtímabils. Sú biðstaða er ankannaleg þegar með sanngirni er rýnt í gögn sem sýna eindreginn vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Hún vill jafnt atkvæðavægi, eins og nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð njóta. Höfum í huga að atkvæðisrétturinn sjálfur, um einn einstakling eitt atkvæði, er grunnurinn að lýðræðinu. Sagan og pólitísk hrossakaup geta ekki lengur réttlætt viðhald þessarar misskiptingar í atkvæðavægi. Tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar og önnur mannréttindi eru jöfn og algild án tillits til þess hvar á landinu þú átt lögheimili. Það sama á að gilda um kosningaréttinn. Það var afstaða taugaspenntrar konu í jómfrúarræðunni hennar fyrir rúmum tveimur áratugum og það er afstaða hennar enn í dag. Einn einstaklingur – eitt atkvæði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun