Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 10:45 Ísland stefnir nú hraðbyri á lista með löndum á borð við Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleiri ríkum hvar ætlað er að peningaþvætti sé stundað af miklum móð. Getty/Caspar Benson Bankamenn óttast að Ísland lendi á gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF (The Financial Action Task Force) vegna sleðaháttar stjórnvalda í aðgerðum og vörnum gegn peningaþvætti. Þetta hlýtur meðal annars að standa uppá Fjármálaeftirlitið hvers meginhlutverk er að standa vörð um heilbrigði og traust fjármálamarkaðarins. Í þessu samhengi hefur Eva Hauksdóttir lögfræðingur vakið athygli á því sem hún kallar háðsk gullkorn í stjórnarsáttmálanum: „Skattrannsóknir verða efldar samhliða því að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgari vinnumarkaði. Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.“Andvaraleysið algert En ef marka má FATF eru þetta orðin tóm, andvaraleysið er algert. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem hefur fjallað ítarlega um peningaþvætti í miklum greinaflokki á sínum miðli, fagnar því að þetta sé loksins komið á dagskrá, staða sem hefur legið fyrir í tæpt eitt og hálft ár; að Ísland hafi varla uppi nokkrar varnir gegn peningaþvætti.Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur lengi talað fyrir daufum eyrum um Ísland og peningaþvætti. Menn eru nú loks að vakna til vitundar um vandann.Vísir/Egill AðalsteinssonÞar er staðan ein rjúkandi rúst og stefnir í að Ísland fari á lista yfir ósamvinnuþýð ríki með Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleirum. „Það er stórmál – eitt það stærsta – að svona hafi staðan verið. Hér hafa meira að segja verið settar upp leiðir af Seðlabankanum til að þvo peninga og veita þeim heilbrigðisvottorð,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu sinni.Ísland risavaxin peningaþvottastöð Hann segir jafnframt fáa hafa sýnt málinu áhuga, enginn stjórnmálamaður tekið málið föstum tökum og enginn virtist ætla að gera neitt í þessu, ekki fyrr en FATF hótaði að setja Ísland á listann, sem myndi þá hafa t.d. áhrif á getu banka til að fjármagna sig alþjóðlega.Enginn hefur enn kallað eftir því að það verði rannsakað í þaula hvort að Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð. Björn Leví Gunnarsson þingmaður staðfestir þetta áhuga- og andvaraleysi. „Við fáum nákvæmlega núll áhuga þegar við spyrjum um þessi mál á þingi. Það mætir kannski einhver á stuttan fund þar sem svör við spurningum fara alla hringi sem hægt er að hugsa sér og svo klárast tíminn og ekkert ... gerist.“ Alþingi Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísland á gráum lista FATF Peningaþvætti norrænna banka Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Bankamenn óttast að Ísland lendi á gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF (The Financial Action Task Force) vegna sleðaháttar stjórnvalda í aðgerðum og vörnum gegn peningaþvætti. Þetta hlýtur meðal annars að standa uppá Fjármálaeftirlitið hvers meginhlutverk er að standa vörð um heilbrigði og traust fjármálamarkaðarins. Í þessu samhengi hefur Eva Hauksdóttir lögfræðingur vakið athygli á því sem hún kallar háðsk gullkorn í stjórnarsáttmálanum: „Skattrannsóknir verða efldar samhliða því að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgari vinnumarkaði. Áframhaldandi áhersla þarf að vera á alþjóðlegt samstarf gegn skattundanskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berjast gegn skattaskjólum.“Andvaraleysið algert En ef marka má FATF eru þetta orðin tóm, andvaraleysið er algert. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sem hefur fjallað ítarlega um peningaþvætti í miklum greinaflokki á sínum miðli, fagnar því að þetta sé loksins komið á dagskrá, staða sem hefur legið fyrir í tæpt eitt og hálft ár; að Ísland hafi varla uppi nokkrar varnir gegn peningaþvætti.Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur lengi talað fyrir daufum eyrum um Ísland og peningaþvætti. Menn eru nú loks að vakna til vitundar um vandann.Vísir/Egill AðalsteinssonÞar er staðan ein rjúkandi rúst og stefnir í að Ísland fari á lista yfir ósamvinnuþýð ríki með Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleirum. „Það er stórmál – eitt það stærsta – að svona hafi staðan verið. Hér hafa meira að segja verið settar upp leiðir af Seðlabankanum til að þvo peninga og veita þeim heilbrigðisvottorð,“ segir Þórður Snær á Facebooksíðu sinni.Ísland risavaxin peningaþvottastöð Hann segir jafnframt fáa hafa sýnt málinu áhuga, enginn stjórnmálamaður tekið málið föstum tökum og enginn virtist ætla að gera neitt í þessu, ekki fyrr en FATF hótaði að setja Ísland á listann, sem myndi þá hafa t.d. áhrif á getu banka til að fjármagna sig alþjóðlega.Enginn hefur enn kallað eftir því að það verði rannsakað í þaula hvort að Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð. Björn Leví Gunnarsson þingmaður staðfestir þetta áhuga- og andvaraleysi. „Við fáum nákvæmlega núll áhuga þegar við spyrjum um þessi mál á þingi. Það mætir kannski einhver á stuttan fund þar sem svör við spurningum fara alla hringi sem hægt er að hugsa sér og svo klárast tíminn og ekkert ... gerist.“
Alþingi Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísland á gráum lista FATF Peningaþvætti norrænna banka Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15