Kviknaði í bílnum 86 klukkutímum eftir að rafhlaðan varð fyrir tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 11:15 Rafbíll í hleðslu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan. Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan.
Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira