Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. október 2019 08:00 Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins. Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær í máli sem Seðlabankinn höfðaði gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Málið höfðaði bankinn til að freista þess að fá úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál ógiltan en með þeim úrskurði var bankanum gert skylt að afhenda blaðamanni umbeðin gögn. Tæpt ár er liðið síðan upplýsinganna var óskað. Eftir að bankinn synjaði beiðninni, vísaði blaðamaðurinn málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Strax í kjölfar úrskurðar nefndarinnar um skyldu bankans til að afhenda upplýsingarnar krafðist bankinn þess að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað með vísan til þess að málið yrði borið undir dómstóla. „Ég mun óska eftir því að fá skjalið afhent í kjölfar dómsins og geri ekki ráð fyrir öðru en fá það strax eftir helgi,“ segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara. Sjálfur segir Ari feril málsins „birtingarmynd viðhorfa opinberra stofnana á Íslandi til blaðamanna.“ Upplýsingarnar sem ágreiningurinn lýtur að varpa ljósi á inntak samkomulags sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg fékk bæði styrk frá bankanum og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um tæpar 20 milljónir króna hafi verið að ræða en Ingibjörg sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Frá því í ágúst 2019 til maí á þessu ári hefur Seðlabankinn greitt 132 milljónir króna til starfsfólks síns í námsstyrki. Alls var um 906 styrki að ræða og er meðalupphæð þeirra 145 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira