Ísland henti einna best til að bjarga mannkyninu komi til alvarlegs heimsfaraldurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2019 11:15 Ísland er ofarlega á blaði. Getty/Spencer Pratt Ísland er þriðja álitlegasta eyríkið til þess að þjóna sem eins konar björgunarbátur mannkynsins standi það frammi fyrir alvarlegum heimsfaraldri og mögulegri útrýmingu af völdum hans. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein frá nýsjálenskum fræðimönnum sem birt var á dögunum.Greinin ber titilinn The Prioritization of Island Nations as Refuges from Extreme Pandemics sem þýða mætti á íslensku sem Forgangsröðun eyríkja sem athvörf frá alvarlegum heimsfaröldrum. Greinin birtist í fræðitímarítinu Risk Analysis sem fjallar um áhættugreiningu.Höfundar greinarinnar eru dr. Matt Boyd hjá Adapt Research, nýsjálensku rannsóknarfyrirtæki, og Nick Wilson, prófessor í lýðheilsufræði við Otago-háskóla í Nýja-Sjálandi.Er það mat höfunda greinarinnar að jafn vel þótt ólíklegt sé að heimsfaraldur geti ógnað framtíð alls mannkyns fari líkurnar engu að síður vaxandi með aukinni þróun í líftækni og af ýmsum öðrum ástæðum sem tíundaðar eru í greininni. Þannig geti mannkynið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni staðið frammi fyrir útrýmingu af völdum heimsfaraldurs af óþekktri stærðargráðu. Og hvað er þá til ráða? Svarið sem fræðimennirnir tveir leggja til er að skoða hvort koma ætti auga á svokölluð athvörf, eyríki sem hægt væri að einangra komi til alvarlegs heimsfaraldurs sem ógnað gæti framtíð mannkyns. Markmið greinarinnar var því að bera kennsl á þau eyríki sem hentað gætu best til þess að þjóna sem slík athvörf. Hugmyndin er sú að að þannig sé hægt að varðveita hugmyndir og þekkingu auk þess sem að í versta falli geti mannkynið fjölgað sér og dreift sér þaðan um heiminn á nýjan leik eftir að faraldurinn gengur niður.Einbeittir vísindamenn að störfum.Getty/gevendeEyríkin sem skoðuð voru í rannsókn Boyd og Wilson þurftu að uppfylla fjögur skilyrði. Eyríkið þarf að vera fullvalda ríki og viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum, landamæri þess mega ekki snerta landamæri annarra ríkja, ríkið má ekki vera tengt við annað land með brú og íbúafjöldi þess þarf að vera yfir 250 þúsund. Lykilatriðið sé að varðveita þekkingu, hugmyndir og mikilvæga hæfni og því sé þörf á umtalsverðum fjölda íbúa í athvarfinu.Réðust höfundar í greiningu á fyrri rannsóknum sem fjalla um hvaða eiginleika hin svokölluðu athvörf þurfa að búa yfir komi til alvarlegs heimsfaraldurs. Kemur fram í greininni að úr þeim megi greina fjögur lykilatriði sem líta þurfi til þegar metið er hvort að tiltekið eyríki geti talist hentugt eða ekki. Fólksfjöldi, staðsetning, náttúruauðlindir og samsetning samfélagsins.Úr þessum fjórum flokkum sköpuðu höfundarnir níu lykilbreytur sem notaðar voru til þess að meta hvaða eyríki hentaði best, svo sem matvælaframleiðsla á ári hverju, fjarlægð frá öðru ríki, íbúafjöldi, og landsframleiðsla svo dæmi séu tekin.Frá miðbæ Sydney í Ástralíu. Ástralía er efst á blaði.Getty/BloombergÞannig var búin til vísitala um hvaða eyríki hentaði best og þegar búið var að reikna saman niðurstöðurnar var Ísland í þriðja sæti með skor upp á 0,64. Nýja-Sjáland skoraði 0,68 í öðru sæti en Ástralía þykir henta best, með skor upp á 0,71. Önnur eyríki sem skoðuð voru komust ekki yfir 0,5 í könnun vísindamannanna.Nefna höfundar sérstaklega ef hægt væri að finna leiðir til að auka matvælaframleiðslu á Íslandi væri vel líklegt að Ísland væri efst á blaði.Og hvað þýðir þetta? Ekkert sérstaklega mikið þar sem aðeins er um að ræða hugarleikfimi höfundanna tveggja. Í niðurlagi greinarinnar nefna þeir þó að rannsóknin gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að koma auga á hvað þurfi að gera, verði ákveðið að útnefna ákveðið eyríki sem athvarf vegna mögulegs alvarlegs heimsfaraldurs.Þannig sé undirbúningur lykilatriði og verði ákveðið að útnefna sérstök athvörf geti rannsóknin verið fyrsta skrefið í því að útiloka eyríki sem ekki þyki hentug, og þau eyríki sem teljist hentug geti hafið undirbúning.Í viðtali viðNew Zealand Heraldsegir Nick Wilson, annar höfunda greinarinnar að líkja megi því að velja ákveðið eyríki sem athvarf við það að kaupa sér tryggingar.„Maður vonar að maður þurfi ekki að nota þær en ef hið hræðilega gerist þá er mikilvægt að hafa einhverja áætlun til staðar um hvað skuli gera,“ sagði Wilson.Lesa má umrædda grein hér. Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Ísland er þriðja álitlegasta eyríkið til þess að þjóna sem eins konar björgunarbátur mannkynsins standi það frammi fyrir alvarlegum heimsfaraldri og mögulegri útrýmingu af völdum hans. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein frá nýsjálenskum fræðimönnum sem birt var á dögunum.Greinin ber titilinn The Prioritization of Island Nations as Refuges from Extreme Pandemics sem þýða mætti á íslensku sem Forgangsröðun eyríkja sem athvörf frá alvarlegum heimsfaröldrum. Greinin birtist í fræðitímarítinu Risk Analysis sem fjallar um áhættugreiningu.Höfundar greinarinnar eru dr. Matt Boyd hjá Adapt Research, nýsjálensku rannsóknarfyrirtæki, og Nick Wilson, prófessor í lýðheilsufræði við Otago-háskóla í Nýja-Sjálandi.Er það mat höfunda greinarinnar að jafn vel þótt ólíklegt sé að heimsfaraldur geti ógnað framtíð alls mannkyns fari líkurnar engu að síður vaxandi með aukinni þróun í líftækni og af ýmsum öðrum ástæðum sem tíundaðar eru í greininni. Þannig geti mannkynið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni staðið frammi fyrir útrýmingu af völdum heimsfaraldurs af óþekktri stærðargráðu. Og hvað er þá til ráða? Svarið sem fræðimennirnir tveir leggja til er að skoða hvort koma ætti auga á svokölluð athvörf, eyríki sem hægt væri að einangra komi til alvarlegs heimsfaraldurs sem ógnað gæti framtíð mannkyns. Markmið greinarinnar var því að bera kennsl á þau eyríki sem hentað gætu best til þess að þjóna sem slík athvörf. Hugmyndin er sú að að þannig sé hægt að varðveita hugmyndir og þekkingu auk þess sem að í versta falli geti mannkynið fjölgað sér og dreift sér þaðan um heiminn á nýjan leik eftir að faraldurinn gengur niður.Einbeittir vísindamenn að störfum.Getty/gevendeEyríkin sem skoðuð voru í rannsókn Boyd og Wilson þurftu að uppfylla fjögur skilyrði. Eyríkið þarf að vera fullvalda ríki og viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum, landamæri þess mega ekki snerta landamæri annarra ríkja, ríkið má ekki vera tengt við annað land með brú og íbúafjöldi þess þarf að vera yfir 250 þúsund. Lykilatriðið sé að varðveita þekkingu, hugmyndir og mikilvæga hæfni og því sé þörf á umtalsverðum fjölda íbúa í athvarfinu.Réðust höfundar í greiningu á fyrri rannsóknum sem fjalla um hvaða eiginleika hin svokölluðu athvörf þurfa að búa yfir komi til alvarlegs heimsfaraldurs. Kemur fram í greininni að úr þeim megi greina fjögur lykilatriði sem líta þurfi til þegar metið er hvort að tiltekið eyríki geti talist hentugt eða ekki. Fólksfjöldi, staðsetning, náttúruauðlindir og samsetning samfélagsins.Úr þessum fjórum flokkum sköpuðu höfundarnir níu lykilbreytur sem notaðar voru til þess að meta hvaða eyríki hentaði best, svo sem matvælaframleiðsla á ári hverju, fjarlægð frá öðru ríki, íbúafjöldi, og landsframleiðsla svo dæmi séu tekin.Frá miðbæ Sydney í Ástralíu. Ástralía er efst á blaði.Getty/BloombergÞannig var búin til vísitala um hvaða eyríki hentaði best og þegar búið var að reikna saman niðurstöðurnar var Ísland í þriðja sæti með skor upp á 0,64. Nýja-Sjáland skoraði 0,68 í öðru sæti en Ástralía þykir henta best, með skor upp á 0,71. Önnur eyríki sem skoðuð voru komust ekki yfir 0,5 í könnun vísindamannanna.Nefna höfundar sérstaklega ef hægt væri að finna leiðir til að auka matvælaframleiðslu á Íslandi væri vel líklegt að Ísland væri efst á blaði.Og hvað þýðir þetta? Ekkert sérstaklega mikið þar sem aðeins er um að ræða hugarleikfimi höfundanna tveggja. Í niðurlagi greinarinnar nefna þeir þó að rannsóknin gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að koma auga á hvað þurfi að gera, verði ákveðið að útnefna ákveðið eyríki sem athvarf vegna mögulegs alvarlegs heimsfaraldurs.Þannig sé undirbúningur lykilatriði og verði ákveðið að útnefna sérstök athvörf geti rannsóknin verið fyrsta skrefið í því að útiloka eyríki sem ekki þyki hentug, og þau eyríki sem teljist hentug geti hafið undirbúning.Í viðtali viðNew Zealand Heraldsegir Nick Wilson, annar höfunda greinarinnar að líkja megi því að velja ákveðið eyríki sem athvarf við það að kaupa sér tryggingar.„Maður vonar að maður þurfi ekki að nota þær en ef hið hræðilega gerist þá er mikilvægt að hafa einhverja áætlun til staðar um hvað skuli gera,“ sagði Wilson.Lesa má umrædda grein hér.
Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira