Hópuppsagnir! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. október 2019 09:45 Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun