Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 10:11 Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Þetta hefur breska dagblaðið Guardian upp úr gögnum stórrar hópmálsóknar gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Greint var frá því í vikunni að Harry ætti aðild að málsókninni. Málið beinist að ritstjórum og framkvæmdastjórum Mirror Group Newspapers, sem gefur m.a. út götublaðið Daily Mirror, og News Group Newspapers (NGN), útgefanda The Sun. Sjá einnig: Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Vefsíða Byline Investigates fjallaði fyrst um að Harry hefði stefnt samsteypunum. Í grein miðilsins kemur fram að málið verði tekið fyrir í október á næsta ári. Þá vísar Guardian í frétt Observer, þar sem fram kemur að ásakanirnar lúti m.a. að tölvuinnbrotum og öflun persónuupplýsinga með ólöglegum aðferðum. Þá sé að finna 20 blaðsíðna kafla í stefnunni þar sem blöðin eru sökuð um að hylma yfir ólöglegt athæfi og eyða sönnunargögnum. Hin meintu brot spanna árin 1994 til 2011. Þá segir í frétt Byline að prinsinn gæti leitast við að fá á hreint hvort blöðin hefðu hlerað talhólf móður Harrys, Díönu prinsessu heitinnar. Einnig verði fenginn botn í það hvort blöðin hafi ráðið einkaspæjara til að komast ólöglega yfir upplýsingar um Díönu og vini hennar, jafnvel eftir andlát hennar árið 1997. Díana prinsessa, móðir Harrys, er á meðal þeirra sem hann er sagður vísa til í málsókninni.Vísir/GEtty Einnig eru uppi getgátur um að nánir vinir og fyrrverandi kærustur Harrys gætu hafa orðið fyrir barðinu á blöðunum. Guardian hefur eftir lögfróðum að það gæti reynst Harry erfitt að sækja götublöðin til saka þar sem hin meintu persónuverndarbrot gætu verið fyrnd. Þá sé ljóst að um sé að ræða afar alvarlegar ásakanir um meinsæri og svik á hendur háttsettum ritstjórum og framkvæmdastjórum, en ekki aðeins einstökum blaðamönnum. Ef málið fer fyrir dóm gæti kastljósið þannig beinst að Rebekuh Brooks, aðalframkvæmdastjóra News UK, móðurfyrirtæki NGN, og sjónvarpsmanninum Piers Morgan, fyrrverandi ritstjóra Mirror. Þau hafa bæði neitað því að ólöglegt athæfi hafi farið fram undir þeirra stjórn, að þeim vitandi. Mál Harrys kemur í kjölfar máls eiginkonu hans, Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, sem hún höfðaði gegn Mail on Sunday. Meghan sakaði blaðið um að hafa birt með ólögmætum hætti bréf frá henni til föður hennar, Thomas Markle. Í forsíðuviðtali við hann, sem birt er í Mail on Sunday í dag, kveðst hann hafa verið „miður sín“ þegar tilvist bréfsins kvisaðist út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi bréfsins eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Árið 2011 var höfðað tímamótamál af svipuðum meiði gegn blaðinu News of the World sem leiddi til þess að blaðið var lagt niður. Blaðamenn blaðsins brutust inn í símsvara fræga fólksins og unnu fréttir upp úr skilaboðum sem þar var að finna. Við réttarhöldin kom fram að Harry, bróðir hans Vilhjálmur Bretaprins og mágkona hans, Katrín, hertogaynjan af Cambridge, hefðu orðið fyrir barðinu á blaðamönnunum. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Þetta hefur breska dagblaðið Guardian upp úr gögnum stórrar hópmálsóknar gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Greint var frá því í vikunni að Harry ætti aðild að málsókninni. Málið beinist að ritstjórum og framkvæmdastjórum Mirror Group Newspapers, sem gefur m.a. út götublaðið Daily Mirror, og News Group Newspapers (NGN), útgefanda The Sun. Sjá einnig: Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Vefsíða Byline Investigates fjallaði fyrst um að Harry hefði stefnt samsteypunum. Í grein miðilsins kemur fram að málið verði tekið fyrir í október á næsta ári. Þá vísar Guardian í frétt Observer, þar sem fram kemur að ásakanirnar lúti m.a. að tölvuinnbrotum og öflun persónuupplýsinga með ólöglegum aðferðum. Þá sé að finna 20 blaðsíðna kafla í stefnunni þar sem blöðin eru sökuð um að hylma yfir ólöglegt athæfi og eyða sönnunargögnum. Hin meintu brot spanna árin 1994 til 2011. Þá segir í frétt Byline að prinsinn gæti leitast við að fá á hreint hvort blöðin hefðu hlerað talhólf móður Harrys, Díönu prinsessu heitinnar. Einnig verði fenginn botn í það hvort blöðin hafi ráðið einkaspæjara til að komast ólöglega yfir upplýsingar um Díönu og vini hennar, jafnvel eftir andlát hennar árið 1997. Díana prinsessa, móðir Harrys, er á meðal þeirra sem hann er sagður vísa til í málsókninni.Vísir/GEtty Einnig eru uppi getgátur um að nánir vinir og fyrrverandi kærustur Harrys gætu hafa orðið fyrir barðinu á blöðunum. Guardian hefur eftir lögfróðum að það gæti reynst Harry erfitt að sækja götublöðin til saka þar sem hin meintu persónuverndarbrot gætu verið fyrnd. Þá sé ljóst að um sé að ræða afar alvarlegar ásakanir um meinsæri og svik á hendur háttsettum ritstjórum og framkvæmdastjórum, en ekki aðeins einstökum blaðamönnum. Ef málið fer fyrir dóm gæti kastljósið þannig beinst að Rebekuh Brooks, aðalframkvæmdastjóra News UK, móðurfyrirtæki NGN, og sjónvarpsmanninum Piers Morgan, fyrrverandi ritstjóra Mirror. Þau hafa bæði neitað því að ólöglegt athæfi hafi farið fram undir þeirra stjórn, að þeim vitandi. Mál Harrys kemur í kjölfar máls eiginkonu hans, Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, sem hún höfðaði gegn Mail on Sunday. Meghan sakaði blaðið um að hafa birt með ólögmætum hætti bréf frá henni til föður hennar, Thomas Markle. Í forsíðuviðtali við hann, sem birt er í Mail on Sunday í dag, kveðst hann hafa verið „miður sín“ þegar tilvist bréfsins kvisaðist út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi bréfsins eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Árið 2011 var höfðað tímamótamál af svipuðum meiði gegn blaðinu News of the World sem leiddi til þess að blaðið var lagt niður. Blaðamenn blaðsins brutust inn í símsvara fræga fólksins og unnu fréttir upp úr skilaboðum sem þar var að finna. Við réttarhöldin kom fram að Harry, bróðir hans Vilhjálmur Bretaprins og mágkona hans, Katrín, hertogaynjan af Cambridge, hefðu orðið fyrir barðinu á blaðamönnunum.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57