Hundruð loftslagsaðgerðasinna handteknir um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 19:12 Hundruð mótmælenda voru handteknir í dag. EPA/CLEMENS BILAN Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi. Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi.
Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01
Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59
Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33
Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59