Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2019 22:00 Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og Mark Warner, varaformaður. AP/Jacquelyn Martin Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira