Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2019 11:03 Svæðið sem Tyrkir hyggjast ráðast inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. AP Talsmenn tyrkneskra stjórnvalda segja að her landsins sé reiðubúinn að halda inn í Sýrland „innan skamms“. Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. Tyrkneski herinn hefur síðustu sólarhringa verið að safna liði á landamærunum en um helgina boðaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hernaðaraðgerðir sunnan landamæranna. Sagði Erdogan að bæði land- og flugher landsins muni taka þátt í aðgerðunum. Tyrkir segjast vilja skapa „öryggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Hefur vakið hörð viðbrögð Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að afturkalla hersveitir landsins í norðurhluta Sýrlands hefur vakið hörð viðbrögð, bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum vettvangi. Eftir að greint var frá fyrirætlunum Tyrklandshers hvöttu leiðtogar í Rojava, sjálfstjórnarhéraði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, að íbúar undirbúi aðgerðir meðfram landamærunum. Segja þeir að íbúar standi frammi fyrir mannúðarslysi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir hyggjast ráðast inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu, með stuðningi Bandaríkjahers. SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS, en Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Talsmenn tyrkneskra stjórnvalda segja að her landsins sé reiðubúinn að halda inn í Sýrland „innan skamms“. Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. Tyrkneski herinn hefur síðustu sólarhringa verið að safna liði á landamærunum en um helgina boðaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hernaðaraðgerðir sunnan landamæranna. Sagði Erdogan að bæði land- og flugher landsins muni taka þátt í aðgerðunum. Tyrkir segjast vilja skapa „öryggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Hefur vakið hörð viðbrögð Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að afturkalla hersveitir landsins í norðurhluta Sýrlands hefur vakið hörð viðbrögð, bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum vettvangi. Eftir að greint var frá fyrirætlunum Tyrklandshers hvöttu leiðtogar í Rojava, sjálfstjórnarhéraði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, að íbúar undirbúi aðgerðir meðfram landamærunum. Segja þeir að íbúar standi frammi fyrir mannúðarslysi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir hyggjast ráðast inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu, með stuðningi Bandaríkjahers. SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS, en Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira