Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2019 16:01 Reykur stígur upp eftir sprengikúlu tyrknesks stórskotaliðs nærri bænum Ras al-Ayn í norðaustur Sýrlandi í dag. AP/ANHA Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03
Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25