Bandarískir þingmenn þrýsta á um fríverslun við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 11:30 Repúblikaninn John Neely Kennedy er öldungadeildarþingmaður Louisana-ríkis. Hann vill að stjórnvöld í Washington geri fríverslunarsamning við Íslendinga. Getty/Bloomberg Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum. Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum.
Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00