Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2019 14:47 Sigríður Á. Andersen sér ekki mikið vit í fjölmiðlafrumvarpi Lilju Daggar. fbl/anton brink „Eru fjölmiðlar líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir eru á slíkum fóðrum?“ spyr Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sinni segir Sigríður að þeirri tilhugsun að ríkið styrki fjölmiðla með beinum hætti: Að „hið svokallaða fjórða vald verði háð ríkinu á þennan hátt. Fjölmiðlar munu árlega þurfa að blanda sér í baráttuna um úthlutunarreglurnar og sækja að því búnu sameiginlega að fjárveitingavaldinu um að auka framlögin frá skattgreiðendum.“Mikil andstaða innan þingflokks Sjálfstæðismanna Þessi pistill, sem er undir fyrirsögninni „Valdið fóðrað“, sýnir glögglega að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er mikil andstaða við fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í samtölum sem Vísir hefur átt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins er það fullyrt að frumvarpið fari aldrei óbreytt í gegnum þingflokkinn. Það hlýtur að reyna á stjórnarsamstarfið, ef Lilja þarf að sækja fylgi við frumvarp sitt til þingmanna stjórnarandstöðunnar. Svo virðist sem málið sé komið í hnút. Meðal þeirra þingmanna sem sett hefur fram svipuð sjónarmið og Sigríður gerir nú er Óli Björn Kárason sem vill draga verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins, í það minnsta að það hverfi af auglýsingamarkaði. Sigríður talar eins og þetta sé ekki frágengið, þó frá því hafi verið greint að ríkisstjórnin hafi síðastliðið vor samþykkt það fyrir sína parta. Hún vill rekja vandræði einkarekinna miðla til stöðu ríkisins á markaði. Ríkið fyrirferðarmikið á markaði „Nú eru uppi hugmyndir um að íslenskir fjölmiðlar fari sömu leið og flokkarnir og verði upp á framlög úr ríkissjóði komnir. Hugmyndin kemur svo sem ekki upp úr þurru. Frjálsu fjölmiðlarnir eiga við ofurefli að etja gagnvart Ríkisútvarpinu. RÚV fær nokkur þúsund milljónir á ári frá almenningi óháð því hvort menn nýta sér þjónustu þess. Ríkisfyrirtækið nýtir þessa forgjöf einnig til að draga til sín auglýsingatekjur.“ Sigríður segir að í stað þess að laga þetta óréttlæti gagnvart almenningi og einkareknu miðlunum með því að draga úr þvinguðum framlögum almennings til Ríkisútvarpsins vilja sumir stjórnmálamenn nú bæta í óréttlætið gagnvart skattgreiðendum. „Það á að gera með því að skattgreiðendur verði einnig þvingaðir til að gerast styrktarmenn hjá alls kyns einkareknum miðlum, dagblöðum, útvarpsstöðvum og bloggsíðum.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Eru fjölmiðlar líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir eru á slíkum fóðrum?“ spyr Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sinni segir Sigríður að þeirri tilhugsun að ríkið styrki fjölmiðla með beinum hætti: Að „hið svokallaða fjórða vald verði háð ríkinu á þennan hátt. Fjölmiðlar munu árlega þurfa að blanda sér í baráttuna um úthlutunarreglurnar og sækja að því búnu sameiginlega að fjárveitingavaldinu um að auka framlögin frá skattgreiðendum.“Mikil andstaða innan þingflokks Sjálfstæðismanna Þessi pistill, sem er undir fyrirsögninni „Valdið fóðrað“, sýnir glögglega að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er mikil andstaða við fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í samtölum sem Vísir hefur átt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins er það fullyrt að frumvarpið fari aldrei óbreytt í gegnum þingflokkinn. Það hlýtur að reyna á stjórnarsamstarfið, ef Lilja þarf að sækja fylgi við frumvarp sitt til þingmanna stjórnarandstöðunnar. Svo virðist sem málið sé komið í hnút. Meðal þeirra þingmanna sem sett hefur fram svipuð sjónarmið og Sigríður gerir nú er Óli Björn Kárason sem vill draga verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins, í það minnsta að það hverfi af auglýsingamarkaði. Sigríður talar eins og þetta sé ekki frágengið, þó frá því hafi verið greint að ríkisstjórnin hafi síðastliðið vor samþykkt það fyrir sína parta. Hún vill rekja vandræði einkarekinna miðla til stöðu ríkisins á markaði. Ríkið fyrirferðarmikið á markaði „Nú eru uppi hugmyndir um að íslenskir fjölmiðlar fari sömu leið og flokkarnir og verði upp á framlög úr ríkissjóði komnir. Hugmyndin kemur svo sem ekki upp úr þurru. Frjálsu fjölmiðlarnir eiga við ofurefli að etja gagnvart Ríkisútvarpinu. RÚV fær nokkur þúsund milljónir á ári frá almenningi óháð því hvort menn nýta sér þjónustu þess. Ríkisfyrirtækið nýtir þessa forgjöf einnig til að draga til sín auglýsingatekjur.“ Sigríður segir að í stað þess að laga þetta óréttlæti gagnvart almenningi og einkareknu miðlunum með því að draga úr þvinguðum framlögum almennings til Ríkisútvarpsins vilja sumir stjórnmálamenn nú bæta í óréttlætið gagnvart skattgreiðendum. „Það á að gera með því að skattgreiðendur verði einnig þvingaðir til að gerast styrktarmenn hjá alls kyns einkareknum miðlum, dagblöðum, útvarpsstöðvum og bloggsíðum.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45