„Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði“ Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2019 12:02 Kolbeinn og Óli Björn tókust á um Ríkisútvarpið í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn. Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
„Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn.
Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45