Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 11:19 Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. AP/John Raoux Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019 Bandaríkin Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019
Bandaríkin Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira