Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“ Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“
Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira