Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“ Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“
Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira