Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2019 21:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: "Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta." Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20