Innlent

Talinn hafa ekið rafhlaupahjóli ölvaður á konu

Kjartan Kjartansson skrifar
Nokkrir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkrir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Hanna
Gangandi kona meiddist þegar tveir menn á rafmagnshlaupahjóli óku á hana við Klambratún í gærkvöldi. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur reiðhjóls. Í miðborginni var karlmaður handtekinn á Laugarvegi, grunaður um líkamsárás sem sendi þann sem varð fyrir henni á bráðadeild.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Maðurinn sem var handtekinn á Laugarvegi laust fyrir klukkan tvö í nótt var ölvaður og var vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt. Ekki er vitað um meiðsl árásarþolans.

Fyrr um kvöldið hafði maður í annarlegu ástandi verið handtekinn í miðborginni þar sem hann hafði slegist við menn og ógnað erlendum ferðamönnum. Maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var vistaður í fangageymslu.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um ókunnugan mann sem fór inn í ólæst hús í miðborginni og lagðist þar til svefns í barnaherbergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×