Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 23:22 Húsakynni Hæstaréttar Bandaríkjanna. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Flestir þeir sem koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó koma frá Mið-Ameríku og þurfa meðal annars að ganga í gegnum Mexíkó. Þar með munu þau ekki geta sótt um hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg gerðu grein fyrir mótstöðu þeirra við niðurstöðu meirihluta dómsins og sögðu ríkisstjórn Trump reyna í „enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur og að reglan hafi upprunalega verið sett í gildi án þess að gera íbúum það ljóst og kalla eftir umsögnum, eins og lög segi til um að þurfi að gera. Metfjöldi fjölskyldna frá Mið-Ameríku hafa sótt um hæli í Bandaríkjunum á undanförnu ári og hefur flestum þeirra verið sleppt innan Bandaríkjanna á meðan beðið er eftir að mál þeirra verði tekin fyrri af innflytjendayfirvöldum. Samkvæmt Washington Post eru um 436 þúsund hælisumsóknir til meðferðar hjá ríkinu. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Flestir þeir sem koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó koma frá Mið-Ameríku og þurfa meðal annars að ganga í gegnum Mexíkó. Þar með munu þau ekki geta sótt um hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg gerðu grein fyrir mótstöðu þeirra við niðurstöðu meirihluta dómsins og sögðu ríkisstjórn Trump reyna í „enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur og að reglan hafi upprunalega verið sett í gildi án þess að gera íbúum það ljóst og kalla eftir umsögnum, eins og lög segi til um að þurfi að gera. Metfjöldi fjölskyldna frá Mið-Ameríku hafa sótt um hæli í Bandaríkjunum á undanförnu ári og hefur flestum þeirra verið sleppt innan Bandaríkjanna á meðan beðið er eftir að mál þeirra verði tekin fyrri af innflytjendayfirvöldum. Samkvæmt Washington Post eru um 436 þúsund hælisumsóknir til meðferðar hjá ríkinu.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira