Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2019 12:15 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrir viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra. fréttablaðið/ernir Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér. Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira