Heilbrigðismálin í fyrirrúmi og fast skotið á Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2019 20:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21