Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. september 2019 22:00 Úr baráttunni í kvöld. vísir/daníel þór Fram eru meistarar meistaranna í handbolta kvenna eftir að hafa lagt þrefalda meistara Vals að velli á Hlíðarenda í kvöld með hvorki meira né minna en 13 mörkum, 23-36. Fram byrjaði leikinn betur og náði þriggja marka forystu strax í upphafi. Valur náði að jafna leikinn í stöðunni 6-6 og hélt leiknum jöfnum í stöðunni 7-7 en síðan ekki meir. Fram jók forystuna og var 8 mörkum yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 11-19. Steinunn Björnsdóttir skoraði 10 mörkum í leiknum, en þar af 7 mörk í fyrri hálfleik sem og Ragnheiður Júlíusdóttir, sem skoraði einnig 7 mörk í fyrri hálfleik en endaði í 8 mörkum. Síðari hálfleikurinn byrjaði þar sem frá var horfið, Fram skoraði fjógur mörk í röð og Ágúst Jóhannsson tók leikhlé í stöðunni 11-23. Leikur heimamanna skánaði í framhaldinu og náðu þær að minnka muninn niður í 9 mörk, 17-26, en lengra komust þær ekki. Fram gaf aftur í og vann að lokum stór sigur, 13 marka sigur í leiknum um meistara meistaranna. Lokatölur á Hlíðarenda voru 23-36. Meistarakeppni HSÍ gullið fer til Fram.vísir/daníelAf hverju vann Fram? Fram tefldi fram sínu sterkasta liði í dag gegn vængbrotnum Valskonum. Fram keyrði hratt á þær frá fyrstu mínútu og náði að nýta sér sína styrkleika þar sem þær refsuðu Val ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Fram hafði yfirhöndina á öllum vígstöðvum í dag og Valur sá aldrei til sólar.Hverjar stóðu upp úr?Steinunn Björnsdóttir var gríðalega öflug, hún skoraði 10 mörk og þar af 7 í fyrri hálfleik og stóð svo vörnina. Perla Ruth Albertsdóttir átti virkilega góða innkomu í lið Fram sem og hinar Selfoss stelpurnar, Kristrún Steinþórsdóttir og Katrín Ósk Magnúsdóttir í markinu. Sandra Erlingsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir voru atkvæðamestar í sókninni en sóknarleikurinn gekk brösulega. Það má þó hrósa Elínu Rósu Magnúsdóttir, ungum leikmanni sem spilaði í dag, fyrir sína frammistöðu, hún leit mjög vel út. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur Vals illa í dag, hvert sem litið er. Sóknarleikurinn var óagaður og fyrirsjáanlegur, vörnin var galopin og þær fengu enga markvörslu. Hvað er framundan? Olís deildin er á næsta leyti en hún hefst laugardaginn 14. september. Bæði lið byrja á útileikjum, Valur mætir HK í Kópavogi og Fram fer norður á Akureyri þar sem þær mæta KA/Þór. Valur tekur þó fyrst þátt í Evrópukeppninni og mætir um helgina sænska liðinu Skuru IKSteinunn lyftir bikarnum.vísir/daníelSteinunn var kampakát í leikslok „Það er gott að vera byrjuð aftur“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir 13 marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum.Ágúst Jóhannsson messar yfir sínum stúlkum í kvöld.vísir/daníelÁgúst vonar að þetta verði ekki munurinn á Val og Fram í vetur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að liðið sé töluvert eftir á eins og staðan er núna og að liðið þurfi að nýta tímann vel til að vinna í sínum málum. „Ég vissi það alveg fyrir fram að þetta yrði erfitt, Fram er í fyrsta lagi með feikilega öflugt lið og svo vantaði leikmenn inní okkar hóp. Við erum að reyna að slípa liðið saman og með mikið af ungum leikmönnum í stórum hlutverkum, sem stóðu sig reyndar, margar hverjar, mjög vel í dag.“ sagði Gústi sem hrósaði ungu leikmönnum liðsins fyrir sína frammistöðu í 13 marka tapi liðsins gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ. „Þetta tekur bara tíma, við erum aðeins á eftir en munum nota tímann núna fram til áramóta að pússa liðið saman.“ Það vantaði stórskyttur liðsins, þær Díönu Dögg Magnúsdóttir og Lovísu Thompson í liðið í dag en Gústi vill þó ekki meina að það sé svona svakalegur munur á liðinu þegar þær vanti. Leikur liðsins hafi heilt yfir bara gengið illa í dag. „Auðvitað munar gríðarlega mikið um þær en ekki svona mikið. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í dag, markvarslan var mjög slök og við fengum lítið af hraðaupphlaupum. Við áttum bara undir högg að sækja,“ sagði Gústi og bætir því við að hann voni innilega að munurinn verði ekki svona mikill á liði Vals og Fram í vetur. „Ég ætla að vona ekki, en við þurfum við að vinna í okkar málum og það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að nota tímann vel og vonandi hægt að rólega náum við að slípa okkar leik.“ Valur spilar mætir sænska liðinu, Skuru IK, í Evrópukeppni EHF um helgina, en eitt er víst að Gústi þarf að fá töluvert betri frammistöðu frá sínum stelpum í þeim leikjum „Já, það er margt sem þarf að laga fyrir það, við þurfum bara að reyna að vinna í okkar málum og nota þá daga sem við höfum til að hvíla okkar og koma ferskar til leiks á föstudaginn.“ En telur Gústi að Díana Dögg og Lovísa Thompson verði með um helgina? „Það er rosalega erfitt að segja til um það en ég er ekkert rosalega bjartsýnn á það, því miður.“ Olís-deild kvenna
Fram eru meistarar meistaranna í handbolta kvenna eftir að hafa lagt þrefalda meistara Vals að velli á Hlíðarenda í kvöld með hvorki meira né minna en 13 mörkum, 23-36. Fram byrjaði leikinn betur og náði þriggja marka forystu strax í upphafi. Valur náði að jafna leikinn í stöðunni 6-6 og hélt leiknum jöfnum í stöðunni 7-7 en síðan ekki meir. Fram jók forystuna og var 8 mörkum yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 11-19. Steinunn Björnsdóttir skoraði 10 mörkum í leiknum, en þar af 7 mörk í fyrri hálfleik sem og Ragnheiður Júlíusdóttir, sem skoraði einnig 7 mörk í fyrri hálfleik en endaði í 8 mörkum. Síðari hálfleikurinn byrjaði þar sem frá var horfið, Fram skoraði fjógur mörk í röð og Ágúst Jóhannsson tók leikhlé í stöðunni 11-23. Leikur heimamanna skánaði í framhaldinu og náðu þær að minnka muninn niður í 9 mörk, 17-26, en lengra komust þær ekki. Fram gaf aftur í og vann að lokum stór sigur, 13 marka sigur í leiknum um meistara meistaranna. Lokatölur á Hlíðarenda voru 23-36. Meistarakeppni HSÍ gullið fer til Fram.vísir/daníelAf hverju vann Fram? Fram tefldi fram sínu sterkasta liði í dag gegn vængbrotnum Valskonum. Fram keyrði hratt á þær frá fyrstu mínútu og náði að nýta sér sína styrkleika þar sem þær refsuðu Val ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Fram hafði yfirhöndina á öllum vígstöðvum í dag og Valur sá aldrei til sólar.Hverjar stóðu upp úr?Steinunn Björnsdóttir var gríðalega öflug, hún skoraði 10 mörk og þar af 7 í fyrri hálfleik og stóð svo vörnina. Perla Ruth Albertsdóttir átti virkilega góða innkomu í lið Fram sem og hinar Selfoss stelpurnar, Kristrún Steinþórsdóttir og Katrín Ósk Magnúsdóttir í markinu. Sandra Erlingsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir voru atkvæðamestar í sókninni en sóknarleikurinn gekk brösulega. Það má þó hrósa Elínu Rósu Magnúsdóttir, ungum leikmanni sem spilaði í dag, fyrir sína frammistöðu, hún leit mjög vel út. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur Vals illa í dag, hvert sem litið er. Sóknarleikurinn var óagaður og fyrirsjáanlegur, vörnin var galopin og þær fengu enga markvörslu. Hvað er framundan? Olís deildin er á næsta leyti en hún hefst laugardaginn 14. september. Bæði lið byrja á útileikjum, Valur mætir HK í Kópavogi og Fram fer norður á Akureyri þar sem þær mæta KA/Þór. Valur tekur þó fyrst þátt í Evrópukeppninni og mætir um helgina sænska liðinu Skuru IKSteinunn lyftir bikarnum.vísir/daníelSteinunn var kampakát í leikslok „Það er gott að vera byrjuð aftur“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir 13 marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum.Ágúst Jóhannsson messar yfir sínum stúlkum í kvöld.vísir/daníelÁgúst vonar að þetta verði ekki munurinn á Val og Fram í vetur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að liðið sé töluvert eftir á eins og staðan er núna og að liðið þurfi að nýta tímann vel til að vinna í sínum málum. „Ég vissi það alveg fyrir fram að þetta yrði erfitt, Fram er í fyrsta lagi með feikilega öflugt lið og svo vantaði leikmenn inní okkar hóp. Við erum að reyna að slípa liðið saman og með mikið af ungum leikmönnum í stórum hlutverkum, sem stóðu sig reyndar, margar hverjar, mjög vel í dag.“ sagði Gústi sem hrósaði ungu leikmönnum liðsins fyrir sína frammistöðu í 13 marka tapi liðsins gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ. „Þetta tekur bara tíma, við erum aðeins á eftir en munum nota tímann núna fram til áramóta að pússa liðið saman.“ Það vantaði stórskyttur liðsins, þær Díönu Dögg Magnúsdóttir og Lovísu Thompson í liðið í dag en Gústi vill þó ekki meina að það sé svona svakalegur munur á liðinu þegar þær vanti. Leikur liðsins hafi heilt yfir bara gengið illa í dag. „Auðvitað munar gríðarlega mikið um þær en ekki svona mikið. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í dag, markvarslan var mjög slök og við fengum lítið af hraðaupphlaupum. Við áttum bara undir högg að sækja,“ sagði Gústi og bætir því við að hann voni innilega að munurinn verði ekki svona mikill á liði Vals og Fram í vetur. „Ég ætla að vona ekki, en við þurfum við að vinna í okkar málum og það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að nota tímann vel og vonandi hægt að rólega náum við að slípa okkar leik.“ Valur spilar mætir sænska liðinu, Skuru IK, í Evrópukeppni EHF um helgina, en eitt er víst að Gústi þarf að fá töluvert betri frammistöðu frá sínum stelpum í þeim leikjum „Já, það er margt sem þarf að laga fyrir það, við þurfum bara að reyna að vinna í okkar málum og nota þá daga sem við höfum til að hvíla okkar og koma ferskar til leiks á föstudaginn.“ En telur Gústi að Díana Dögg og Lovísa Thompson verði með um helgina? „Það er rosalega erfitt að segja til um það en ég er ekkert rosalega bjartsýnn á það, því miður.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti