Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 12:13 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Nemenov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam. Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam.
Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira