Ágætis fólk Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. september 2019 07:00 Ég hugsa að það væri dálítið miklu erfiðara að búa á Íslandi, í þessu veðurbarða fásinni á hjara veraldar, ef Íslendingar væru yfirhöfuð fordómafullir leiðindapúkar. Það mætti vel ímynda sér að þróun mannlífsins á árhundruðum hefði orðið slík að hér byggi í einangrun sinni fólk sem þyldi ekki að aðrir væru öðruvísi, sem vildi steypa fólk í sama mót og gera öllum þeim lífið leitt sem strituðu við að synda á móti straumnum og vera það sjálft. Slík er jafnan ímynd eyjarskeggja, ekki satt? Eru eyjarskeggjar ekki svona fólk sem vill síður að utanaðkomandi og öðruvísi manneskjur ruggi bátnum? Þola ekki utanaðkomandi áreiti og vilja hafa hlutina í föstum skorðum. Sem sagt, leiðindaskarfar. Staðalmyndir eru sem betur fer sjaldan sannar. Vissulega hristir maður hausinn stundum yfir Íslendingum. Maður á erfitt með að skilja hvað er að gerast stundum í hausnum á sumum samborgurunum og maður gapir yfir athugasemdum á netinu. Það verður ekki komist hjá því að í samfélagi gæti alls konar skoðana, og líklega er það einmitt fallegur hlutur, þótt stundum reyni á þolþrifin. Og maður dæsir stundum yfir því hvernig hlutum er háttað, hvernig alls konar ákvarðanir eru teknar eða ekki teknar og hvernig sumt er ekki klárað og hvernig hægt er að hjakka áfram í sama farinu í alls konar málum. Jafnvel koma stundir þar sem mann langar að búa annars staðar, sérstaklega þegar saman fer skítaveður, myrkur og leiðindi. Sem gerist. En svo koma aðrar stundir. Þau koma sem betur fer þessi blik í lífi þessarar þjóðar sem sýna manni á einhvern undursamlegan hátt að þrátt fyrir allt býr á þessu landi fólk sem er satt að segja upp til hópa bara nokkuð gott. Þetta er þokkalegt lið. Ég ætla ekki að vera sentimental — óþarfi að missa sig — en Íslendingar eru sem sagt alveg ágætir. Maður verður smá stoltur. Ef ekki mjög stoltur.Frændinn kemur Hingað kom Mike Pence. Ég hugsa að hann sé kannski svona eintak sem ég hef í huga þegar ég segi að mér finnist gott að á Íslandi búi ekki bara leiðindapúkar. Mikið væri glatað ef allir væru eins og Mike Pence. Ekki þekki ég manninn, en ferillinn segir sína sögu sem og áherslumálin og málflutningurinn. Á grunni einbeitts og markviss virðingarleysis í garð réttinda samkynhneigðra, kvenna og alls kyns minnihlutahópa hefur Pence byggt upp stjórnmálaferil. Það var ekki einfalt verkefni, býst ég við, fyrir ráðafólk þjóðarinnar að taka á móti þessum manni. Bandaríkjamenn, í öllum sínum stórbrotna fjölbreytileika, eru vinaþjóð okkar og jafnvel fyrirmynd. En hvað gerir maður þegar varaforsetinn er hommafóbískur afturhaldsseggur og trúarofstækismaður? Og hann kemur í heimsókn? Yfir túnið að bænum kemur arkandi í stígvélum meðfram skurðinum gamli, fúli frændinn. Heimilisfólkið — friðelskandi og umtalsgott— gægist meðfram gardínunum út um gluggann og sér hann koma. Ó, nei. Húsfrúna langar helst að senda yngsta barnið til dyra, til að segja frændanum að enginn sé heima, en mómentið fór. Of seint. Smá panik. Allt í einu er hann kominn inn í anddyri. Og allt í einu, yfir kaffinu, er hann farinn að flytja ræður um það hvað það sé nú gott að heimilisfólkið sé með honum í liði í glímunni við aðra í sveitinni. Húsfrúin maldar í móinn og húsbóndinn líka en frændinn hlustar ekki. Talar bara. Hann klukkar kotið í viðureign sinni við heiminn. Þið eru með mér í liði, segir hann. Fer svo. Arkar til baka yfir túnið. Heimilisfólk situr ringlað eftir. Hvað gerðist?Fánarnir í Borgartúni Jú, þetta gerðist: Íslendingar sýndu sínar bestu hliðar þegar Mike Pence kom í heimsókn. Komdu bara kallinn minn, sögðu Íslendingar. Við skulum loka götunum, svo þú getir ferðast einn með paranojunni þinni. Við skulum leyfa þér að setja leyniskytturnar þínar á húsþökin. Og segðu það sem þú vilt. En eitt skulum við hafa á hreinu. Gildin okkar eru ekki gildin þín. Við skrifum ekki undir fordóma þína og deilum á engan hátt sýn þinni á veröldina. Þegar regnbogafánarnir fóru að birtast í Borgartúninu einn af öðrum, þegar borgarstjórinn mætti á hjóli, forsetafrúin í hvítri dragt, forsetinn með regnbogaarmband og forsætisráðherrann okkar stóð við hlið hans, ung kona við hlið karls sem vill ekki einu sinni að konur ráði yfir líkama sínum, hvað þá meira, þá greip mann sem sagt þetta áðurnefnda stolt: Mikið er þessi þjóð með hjartað á réttum stað. Eitthvað höfum við gert rétt, þrátt fyrir allt. Við erum hið prýðilegasta fólk. Og á Lækjartorgi reyndu nýnasistar um svipað leyti að efla hreyfingu sína með áróðri. Viðbrögðin við þeim ógeðfellda gjörningi hafa styrkt þessa sömu tilfinningu: Þótt þjóðin sé skrýtin stundum, þá er hún ekki í ruglinu. Þjóðin er fín. Jafnvel smá mögnuð, svei mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hugsa að það væri dálítið miklu erfiðara að búa á Íslandi, í þessu veðurbarða fásinni á hjara veraldar, ef Íslendingar væru yfirhöfuð fordómafullir leiðindapúkar. Það mætti vel ímynda sér að þróun mannlífsins á árhundruðum hefði orðið slík að hér byggi í einangrun sinni fólk sem þyldi ekki að aðrir væru öðruvísi, sem vildi steypa fólk í sama mót og gera öllum þeim lífið leitt sem strituðu við að synda á móti straumnum og vera það sjálft. Slík er jafnan ímynd eyjarskeggja, ekki satt? Eru eyjarskeggjar ekki svona fólk sem vill síður að utanaðkomandi og öðruvísi manneskjur ruggi bátnum? Þola ekki utanaðkomandi áreiti og vilja hafa hlutina í föstum skorðum. Sem sagt, leiðindaskarfar. Staðalmyndir eru sem betur fer sjaldan sannar. Vissulega hristir maður hausinn stundum yfir Íslendingum. Maður á erfitt með að skilja hvað er að gerast stundum í hausnum á sumum samborgurunum og maður gapir yfir athugasemdum á netinu. Það verður ekki komist hjá því að í samfélagi gæti alls konar skoðana, og líklega er það einmitt fallegur hlutur, þótt stundum reyni á þolþrifin. Og maður dæsir stundum yfir því hvernig hlutum er háttað, hvernig alls konar ákvarðanir eru teknar eða ekki teknar og hvernig sumt er ekki klárað og hvernig hægt er að hjakka áfram í sama farinu í alls konar málum. Jafnvel koma stundir þar sem mann langar að búa annars staðar, sérstaklega þegar saman fer skítaveður, myrkur og leiðindi. Sem gerist. En svo koma aðrar stundir. Þau koma sem betur fer þessi blik í lífi þessarar þjóðar sem sýna manni á einhvern undursamlegan hátt að þrátt fyrir allt býr á þessu landi fólk sem er satt að segja upp til hópa bara nokkuð gott. Þetta er þokkalegt lið. Ég ætla ekki að vera sentimental — óþarfi að missa sig — en Íslendingar eru sem sagt alveg ágætir. Maður verður smá stoltur. Ef ekki mjög stoltur.Frændinn kemur Hingað kom Mike Pence. Ég hugsa að hann sé kannski svona eintak sem ég hef í huga þegar ég segi að mér finnist gott að á Íslandi búi ekki bara leiðindapúkar. Mikið væri glatað ef allir væru eins og Mike Pence. Ekki þekki ég manninn, en ferillinn segir sína sögu sem og áherslumálin og málflutningurinn. Á grunni einbeitts og markviss virðingarleysis í garð réttinda samkynhneigðra, kvenna og alls kyns minnihlutahópa hefur Pence byggt upp stjórnmálaferil. Það var ekki einfalt verkefni, býst ég við, fyrir ráðafólk þjóðarinnar að taka á móti þessum manni. Bandaríkjamenn, í öllum sínum stórbrotna fjölbreytileika, eru vinaþjóð okkar og jafnvel fyrirmynd. En hvað gerir maður þegar varaforsetinn er hommafóbískur afturhaldsseggur og trúarofstækismaður? Og hann kemur í heimsókn? Yfir túnið að bænum kemur arkandi í stígvélum meðfram skurðinum gamli, fúli frændinn. Heimilisfólkið — friðelskandi og umtalsgott— gægist meðfram gardínunum út um gluggann og sér hann koma. Ó, nei. Húsfrúna langar helst að senda yngsta barnið til dyra, til að segja frændanum að enginn sé heima, en mómentið fór. Of seint. Smá panik. Allt í einu er hann kominn inn í anddyri. Og allt í einu, yfir kaffinu, er hann farinn að flytja ræður um það hvað það sé nú gott að heimilisfólkið sé með honum í liði í glímunni við aðra í sveitinni. Húsfrúin maldar í móinn og húsbóndinn líka en frændinn hlustar ekki. Talar bara. Hann klukkar kotið í viðureign sinni við heiminn. Þið eru með mér í liði, segir hann. Fer svo. Arkar til baka yfir túnið. Heimilisfólk situr ringlað eftir. Hvað gerðist?Fánarnir í Borgartúni Jú, þetta gerðist: Íslendingar sýndu sínar bestu hliðar þegar Mike Pence kom í heimsókn. Komdu bara kallinn minn, sögðu Íslendingar. Við skulum loka götunum, svo þú getir ferðast einn með paranojunni þinni. Við skulum leyfa þér að setja leyniskytturnar þínar á húsþökin. Og segðu það sem þú vilt. En eitt skulum við hafa á hreinu. Gildin okkar eru ekki gildin þín. Við skrifum ekki undir fordóma þína og deilum á engan hátt sýn þinni á veröldina. Þegar regnbogafánarnir fóru að birtast í Borgartúninu einn af öðrum, þegar borgarstjórinn mætti á hjóli, forsetafrúin í hvítri dragt, forsetinn með regnbogaarmband og forsætisráðherrann okkar stóð við hlið hans, ung kona við hlið karls sem vill ekki einu sinni að konur ráði yfir líkama sínum, hvað þá meira, þá greip mann sem sagt þetta áðurnefnda stolt: Mikið er þessi þjóð með hjartað á réttum stað. Eitthvað höfum við gert rétt, þrátt fyrir allt. Við erum hið prýðilegasta fólk. Og á Lækjartorgi reyndu nýnasistar um svipað leyti að efla hreyfingu sína með áróðri. Viðbrögðin við þeim ógeðfellda gjörningi hafa styrkt þessa sömu tilfinningu: Þótt þjóðin sé skrýtin stundum, þá er hún ekki í ruglinu. Þjóðin er fín. Jafnvel smá mögnuð, svei mér.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun