Beint af bílaleigunni og upp á bíl Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 11:36 Annað framdekk jepplingsins pikkfestist í afturrúðu fólksbílsins. Erlendur Þorsteinsson Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17