Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 08:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland. Mynd/AP. Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna.Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum.So Mr. Trump- you have now decided to postpone your visit to Denmark. Why not just cancel? We are so busy here with other things... #dkpol@realDonaldTrump — Søren Espersen (@espersendf) August 21, 2019 Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Er der nogen derude, der ved, om regeringen i Polen endegyldigt har sagt nej til USAs overtagelse af Nord-Polen? Ellers pas på i Warszawa, når @realDonaldTrump lander, for han er nu - efter Grønlands-fiaskoen - brølende sulten på jagt efter et nyt arktisk område...#dkpol — Søren Espersen (@espersendf) August 21, 2019 Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“As a Dane (and a conservative) it is very hard to believe. For no reason Trump assumes that (an autonomous) part of our country is for sale. Then insultingly cancels visit that everybody was preparing for. Are parts of the US for sale? Alaska? Please show more respect. — Rasmus Jarlov (@RasmusJarlov) August 21, 2019 Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard.Vrkeligheden overgår fantasien. Der kan næppe være en i USAs udenrigsministerium, som ikke kunne have fortalt Trump svaret på forhånd. Det er dybt godnat. Og det viser hvorfor vi mere end nogensinde bør betragte EU-landene som vores nærmeste allierede. Manden er utilregnelig. https://t.co/boQXxOrBt6 — Morten Østergaard (@oestergaard) August 21, 2019 Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna.Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum.So Mr. Trump- you have now decided to postpone your visit to Denmark. Why not just cancel? We are so busy here with other things... #dkpol@realDonaldTrump — Søren Espersen (@espersendf) August 21, 2019 Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Er der nogen derude, der ved, om regeringen i Polen endegyldigt har sagt nej til USAs overtagelse af Nord-Polen? Ellers pas på i Warszawa, når @realDonaldTrump lander, for han er nu - efter Grønlands-fiaskoen - brølende sulten på jagt efter et nyt arktisk område...#dkpol — Søren Espersen (@espersendf) August 21, 2019 Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“As a Dane (and a conservative) it is very hard to believe. For no reason Trump assumes that (an autonomous) part of our country is for sale. Then insultingly cancels visit that everybody was preparing for. Are parts of the US for sale? Alaska? Please show more respect. — Rasmus Jarlov (@RasmusJarlov) August 21, 2019 Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard.Vrkeligheden overgår fantasien. Der kan næppe være en i USAs udenrigsministerium, som ikke kunne have fortalt Trump svaret på forhånd. Det er dybt godnat. Og det viser hvorfor vi mere end nogensinde bør betragte EU-landene som vores nærmeste allierede. Manden er utilregnelig. https://t.co/boQXxOrBt6 — Morten Østergaard (@oestergaard) August 21, 2019
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42