Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 08:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland. Mynd/AP. Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna. Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum. Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“ Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Trump hafði greint frá því að hann hygðist fresta fundi hans með forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, vegna viðbragða hennar og dönsku ríkisstjórnarinnar við hugmyndum Trump um að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Upplýsingafulltrúi Margrétar Danadrottningar, Lene Balleby, staðfestir þetta og hefur DR eftir Balleby að ákvörðun Trump hafi komið Dönum á óvart. Heimsókn Trump var fyrirhuguð annan og þriðja dag septembermánaðar. Forsetinn ákvað að fresta en þakkaði forsætisráðherranum Frederiksen fyrir að hafa lýst afstöðu sinni og þar með komið í veg fyrir fýluferð til Danmerkur. „Forsætisráðherrann kom í veg fyrir að Bandaríkin og Danmörk eyddu miklum fjárhæðum og tíma í málið. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að finna nýja dagsetningu,“ skrifar Trump á Twitter. Ákvörðun Trump hefur vakið upp hörð viðbrögð danskra stjórnmálamanna. Søren Espersen, varaformaður Danska þjóðarflokksins, gagnrýnir Trump á Twitter og spyr af hverju hann hættir ekki alfarið við fundinn. Danir séu of uppteknir til þess að taka á móti honum. Þá gerði Espersen grín að málinu og spurði hvort yfirvöld í Póllandi hafi endanlega sagt nei við tilboði Bandaríkjanna um kaup á Norður-Póllandi. Ef ekki ættu yfirvöld í Varsjá að gæta sín því eftir að kaupum á Grænlandi hafi verið hafnað haldi leit Trump að landsvæði á heimskautasvæðum áfram.Fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov furðaði sig líka á forsetanum. „Sem danskur íhaldsmaður á ég erfitt með að trúa því að Trump telji að hluti lands okkar sé til sölu. Svo frestar hann heimsókninni sem allir eru að undirbúa. Eru hlutar Bandaríkjanna til sölu? Alaska? Sýndu smá virðingu.“ Formaður Róttæka vinstriflokksins, Morten Østergaard tjáir sig einnig um málið á Twitter. „Raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapur. Það getur ekki verið að enginn í Bandarísku utanríkisþjónustunni hafi ekki sagt Trump að svarið yrði nei. Þetta sýnir að við ættum að líta á ESB ríkin sem okkar nánustu vini. Maðurinn er óútreiknanlegur,“ skrifar Östergaard.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42