Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 13:39 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Nuuk á Grænlandi fyrr í vikunni. Mynd/TV 2, Danmörku. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019 Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira