Handtakan á Hinsegin dögum til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 19:30 Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk. Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk.
Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira