Handbolti

Svona verður sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er búið að manna áhöfn Seinni bylgjunnar fyrir handboltaveturinn. Þar verða bæði ný andlit og önnur sem hafa sést þar áður.

Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson verða báðir um borð í skútunni líkt og síðasta vetur. Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV og þjálfari kvennalandsliðsins, verður einnig með af fullum krafti.

Þrír nýir sérfræðingar koma inn í teymið í vetur. Þeir eru Guðlaugur Arnarsson, fyrrum þjálfari Vals, Halldór Jóhann Sigfússon, fyrrum þjálfari FH og unglingalandsliðsþjálfari hjá Barein, sem og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals og færeyska kvennalandsliðsins.

Henry Birgir Gunnarsson er svo nýr stjórnandi þáttarins og Sveinn Benedikt Rögnvaldsson er nýr framleiðandi Seinni bylgjunnar.

Ballið byrjar þann 5. september er upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar fer í loftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×