Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Sveinn Arnarson skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Hallarekstur Landspítalans verður tekinn föstum tökum í fjárlaganefnd að sögn formannsins. Vísir/Vilhelm Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47
Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57