Ísland dregið inn í deilur um breskar kjötbökur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 15:15 Boris Johnson sagði að bökurnar væri fluttar inn til Íslands. Vísír/Getty Ísland hefur að ósekju verið dregið inn í nokkuð undarlegar deilur á milli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, og formanns hagsmunasamtaka um sérstaka tegund af kjötböku í Bretlandi, nánar tiltekið grísakjötsböku. Forsaga málsins er sú að Boris Johnson lét hafa eftir sér á fundi G7-ríkjanna í Frakklandi um helgina að innflutningstakmarkanir á hinni vinsælu Melton Mowbray grísakjötsböku væri lýsandi dæmi um hversu mikilvægt það væri fyrir Bretland að geta gert fríverslunarsamning við Bandaríkin.„Melton Mowbray bökurnar, sem eru meðal annars til sölu í Taílandi og á Íslandi, eru ekki til sölu í Bandaríkjunum vegna einhvers konar takmarkana af hálfu matvælaeftirlitsins,“ sagði Johnson og átti þar við matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum.Bökurnar sem um ræðir njóta landfræðilegrar verndar.Vísir/Getty.„Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland“ Ummælin vöktu nokkra athygli í Bretlandi og var Matthew O'Callaghan, formaður hagsmuna samtaka þeirra sem framleiða Melton Mowbray grísabökuna kallaður í viðtal á BBC 4 í morgun. Þar var hann spurður út í hvort fullyrðing forsætisráðherrans væri sönn.„Nei, eiginlega ekki,“ svaraði O'Callaghan. „Við flytjum hvorki út til Taílands né Íslands.“Þáttastjórnendur ítrekuðu þá spurninguna og svaraði O'Callaghan á sama máta.„Ekki svo ég viti, nei,“ svaraði hann um hinn meinta útflutning til Taílands og Íslands. „Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland.“ Chairman of the Melton Mowbray Pork Pie Association @MeltonMatthew says his pies are not sold in Thailand or Iceland. Boris Johnson claimed they were sold there but not in the US, when he was giving an example of an American trade restriction #r4todayhttps://t.co/o4I0km5T04pic.twitter.com/qAeOFjXLr3 — BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) August 26, 2019Óvíst hvort bökurnar hafi nokkru sinni verið fluttar inn hingað til lands BBC leitaði þá svara hjá forsætisráðuneyti Bretlands og fékk þau svör til baka að upplýsingarnar sem Johnson byggði fullyrðinguna sína á stæðust miðað við þær upplýsingar sem ráðuneytið hefði undir höndum. Samkvæmt gögnum frá hinu tiltölulega nýlega alþjóðaviðskiptaráðuneyti Bretlands hefði fyrirtækið Walkers & Sons flutt út lítið magn af bökunum til Íslands, Taílands, Singapúr og til ríkja í Karabía-hafinu. Því næst hafði BBC samband við Walkers & Sons og fékk fréttamaður þær upplýsingar að fyrirtækið væri hætt útflutningi á grísabökunum. Það hefði þó, þangað til fyrir um tveimur árum, flutt út lítið magn til Singapúr. Bökurnar sem um ræðir, Melton Mowbray, eru nefndar eftir samnefndum bæ í Leicester-skíri í Bretlandi. Þær njóta landfræðilegrar verndar samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Það þýðir að aðeins þeir framleiðendur sem nota hina upprunalegu uppskrift mega nota vörumerkið Melton Mowbray, auk þess sem að þeir þurfa að framleiða bökurnar í grennd við bæinn sjálfan. Bretland Brexit Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ísland hefur að ósekju verið dregið inn í nokkuð undarlegar deilur á milli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, og formanns hagsmunasamtaka um sérstaka tegund af kjötböku í Bretlandi, nánar tiltekið grísakjötsböku. Forsaga málsins er sú að Boris Johnson lét hafa eftir sér á fundi G7-ríkjanna í Frakklandi um helgina að innflutningstakmarkanir á hinni vinsælu Melton Mowbray grísakjötsböku væri lýsandi dæmi um hversu mikilvægt það væri fyrir Bretland að geta gert fríverslunarsamning við Bandaríkin.„Melton Mowbray bökurnar, sem eru meðal annars til sölu í Taílandi og á Íslandi, eru ekki til sölu í Bandaríkjunum vegna einhvers konar takmarkana af hálfu matvælaeftirlitsins,“ sagði Johnson og átti þar við matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum.Bökurnar sem um ræðir njóta landfræðilegrar verndar.Vísir/Getty.„Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland“ Ummælin vöktu nokkra athygli í Bretlandi og var Matthew O'Callaghan, formaður hagsmuna samtaka þeirra sem framleiða Melton Mowbray grísabökuna kallaður í viðtal á BBC 4 í morgun. Þar var hann spurður út í hvort fullyrðing forsætisráðherrans væri sönn.„Nei, eiginlega ekki,“ svaraði O'Callaghan. „Við flytjum hvorki út til Taílands né Íslands.“Þáttastjórnendur ítrekuðu þá spurninguna og svaraði O'Callaghan á sama máta.„Ekki svo ég viti, nei,“ svaraði hann um hinn meinta útflutning til Taílands og Íslands. „Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland.“ Chairman of the Melton Mowbray Pork Pie Association @MeltonMatthew says his pies are not sold in Thailand or Iceland. Boris Johnson claimed they were sold there but not in the US, when he was giving an example of an American trade restriction #r4todayhttps://t.co/o4I0km5T04pic.twitter.com/qAeOFjXLr3 — BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) August 26, 2019Óvíst hvort bökurnar hafi nokkru sinni verið fluttar inn hingað til lands BBC leitaði þá svara hjá forsætisráðuneyti Bretlands og fékk þau svör til baka að upplýsingarnar sem Johnson byggði fullyrðinguna sína á stæðust miðað við þær upplýsingar sem ráðuneytið hefði undir höndum. Samkvæmt gögnum frá hinu tiltölulega nýlega alþjóðaviðskiptaráðuneyti Bretlands hefði fyrirtækið Walkers & Sons flutt út lítið magn af bökunum til Íslands, Taílands, Singapúr og til ríkja í Karabía-hafinu. Því næst hafði BBC samband við Walkers & Sons og fékk fréttamaður þær upplýsingar að fyrirtækið væri hætt útflutningi á grísabökunum. Það hefði þó, þangað til fyrir um tveimur árum, flutt út lítið magn til Singapúr. Bökurnar sem um ræðir, Melton Mowbray, eru nefndar eftir samnefndum bæ í Leicester-skíri í Bretlandi. Þær njóta landfræðilegrar verndar samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Það þýðir að aðeins þeir framleiðendur sem nota hina upprunalegu uppskrift mega nota vörumerkið Melton Mowbray, auk þess sem að þeir þurfa að framleiða bökurnar í grennd við bæinn sjálfan.
Bretland Brexit Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira