„Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 14:33 Ferðaþjónustan finnur fyrir áhrifunum af falli WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum. Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira
Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31