„Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 21:18 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fréttablaðið/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. Hluti af því sé breytt leiðakerfi Strætó og Borgarlína, styttri vegalengdir og þéttari byggð auk þess sem tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með rafmagnshjól hefur reynst vel. Sigurborg ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Var hún spurð út í það hvort ekki væri til skoðunar hjá borginni að taka upp tæknivæddari umferðarljós til þess að stýra umferðinni betur. „Að sjálfsögðu erum við að skoða það. Það er í gangi núna samvinnuverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að snjallvæða umferðarljósin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í vinnslu og ég reikna með að verði hluti af þeim samgöngupakka sem sveitarfélögin eru að semja við ríkið um. Að þá komist þetta í lag því það er alveg mjög góður punktur og það er alveg rétt að það er hægt að stýra flæðinu betur og við höfum ekki verið með bestu umferðarljósin hvað þetta varðar,“ sagði Sigurborg.Nýtt leiðakerfi Strætó kynnt í september Hún sagðist skilja það vel að fólk væri að kalla eftir lausnum núna strax þar sem það væri mjög pirrandi að vera fastur í umferð. Hún kvaðst sammála því að það þyrfti að gera hlutina hraðar þegar kæmi að samgöngubótum. Sigurborg sagði tvær mjög stórar aðgerðir í bígerð sem verða kynntar von bráðar, annars vegar fyrrnefndan samgöngupakka og hins vegar glænýtt leiðakerfi Strætó sem verður kynnt í september. „Þetta helst í hendur og mun vonandi hafa mikil áhrif á umferðina hjá okkur. Því það er alveg skýrt orsakasamhengi á milli þess að ef við viljum komast hraðar yfir þá verðum við að breyta ferðamátanum.“ Sigurborg var þá spurð hver ætti að taka það að sér að taka strætó þar sem fólkið í bílunum væri að velja sér þann ferðamáta. „Já, það er bara vegna þess að strætó er ekki raunhæfur kostur fyrir þau, það getur verið að það sé ástæðan.“Sveitarfélögin þurfa að sammælast um að hafa frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema Fyrr í þættinum hafði verði rætt við Kristin Þorsteinsson, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formann Skólameistarafélagsins, um hugmyndir þess efnis að láta framhaldsskólana byrja síðar til að létta á umferðinni. Sagði hann að það gæti orðið erfitt í útfærslu en lagði til að framhaldsskólanemar myndu frekar fá frítt í strætó. Sigurborg tók undir að það ætti að gera allt sem hægt væri til þess að fá skólakrakkana í strætó. „Það var reynt á sínum tíma að hafa frítt í strætó fyrir þennan hóp og það skilaði litlum árangri á sínum tíma. Þannig að það var hætt við það tilraunaverkefni en það er alveg kominn tími á að endurskoða það og í rauninni bara hvað er besta leiðin, hvernig getum við stutt við þetta?“ Til þess að hægt yrði að hafa frítt í strætó strax þyrftu hins vegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að vera sammála um þá leið enda kostaði það peninga að hafa frítt í strætó. Sveitarfélögin þyrftu að vera sammála um hvernig fjármununum væri best varið. Sigurborg var að lokum spurð hver lausnin væri, hvort hún væri að bíða eftir nýju leiðakerfi Strætó og Borgarlínu: „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú. Hluti af því er leiðakerfi Strætó og Borgarlína, hluti af því er að stytta vegalengdir, þétta byggðina, og að sjálfsögðu það sem hefur komið hvað sterkast út í rannsóknum það eru rafmagnshjólin. Reykjavíkurborg er búin að vera með tilraunaverkefni á rafmagnshjólum og það sem kemur í ljós er að þeir sem hafa fengið rafmagnshjól til afnota þeir nota það að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku til að fara í vinnuna og yfir 80 prósent voru að nota rafmagnshjólin í staðinn fyrir einkabílinn þannig að þarna er rosalegt sóknarfæri.“ Viðtalið við Sigurborgu má heyra í spilaranum hér fyrir ofan og viðtalið við Kristin í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarlína Garðabær Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Strætó Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. Hluti af því sé breytt leiðakerfi Strætó og Borgarlína, styttri vegalengdir og þéttari byggð auk þess sem tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með rafmagnshjól hefur reynst vel. Sigurborg ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Var hún spurð út í það hvort ekki væri til skoðunar hjá borginni að taka upp tæknivæddari umferðarljós til þess að stýra umferðinni betur. „Að sjálfsögðu erum við að skoða það. Það er í gangi núna samvinnuverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að snjallvæða umferðarljósin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í vinnslu og ég reikna með að verði hluti af þeim samgöngupakka sem sveitarfélögin eru að semja við ríkið um. Að þá komist þetta í lag því það er alveg mjög góður punktur og það er alveg rétt að það er hægt að stýra flæðinu betur og við höfum ekki verið með bestu umferðarljósin hvað þetta varðar,“ sagði Sigurborg.Nýtt leiðakerfi Strætó kynnt í september Hún sagðist skilja það vel að fólk væri að kalla eftir lausnum núna strax þar sem það væri mjög pirrandi að vera fastur í umferð. Hún kvaðst sammála því að það þyrfti að gera hlutina hraðar þegar kæmi að samgöngubótum. Sigurborg sagði tvær mjög stórar aðgerðir í bígerð sem verða kynntar von bráðar, annars vegar fyrrnefndan samgöngupakka og hins vegar glænýtt leiðakerfi Strætó sem verður kynnt í september. „Þetta helst í hendur og mun vonandi hafa mikil áhrif á umferðina hjá okkur. Því það er alveg skýrt orsakasamhengi á milli þess að ef við viljum komast hraðar yfir þá verðum við að breyta ferðamátanum.“ Sigurborg var þá spurð hver ætti að taka það að sér að taka strætó þar sem fólkið í bílunum væri að velja sér þann ferðamáta. „Já, það er bara vegna þess að strætó er ekki raunhæfur kostur fyrir þau, það getur verið að það sé ástæðan.“Sveitarfélögin þurfa að sammælast um að hafa frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema Fyrr í þættinum hafði verði rætt við Kristin Þorsteinsson, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formann Skólameistarafélagsins, um hugmyndir þess efnis að láta framhaldsskólana byrja síðar til að létta á umferðinni. Sagði hann að það gæti orðið erfitt í útfærslu en lagði til að framhaldsskólanemar myndu frekar fá frítt í strætó. Sigurborg tók undir að það ætti að gera allt sem hægt væri til þess að fá skólakrakkana í strætó. „Það var reynt á sínum tíma að hafa frítt í strætó fyrir þennan hóp og það skilaði litlum árangri á sínum tíma. Þannig að það var hætt við það tilraunaverkefni en það er alveg kominn tími á að endurskoða það og í rauninni bara hvað er besta leiðin, hvernig getum við stutt við þetta?“ Til þess að hægt yrði að hafa frítt í strætó strax þyrftu hins vegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að vera sammála um þá leið enda kostaði það peninga að hafa frítt í strætó. Sveitarfélögin þyrftu að vera sammála um hvernig fjármununum væri best varið. Sigurborg var að lokum spurð hver lausnin væri, hvort hún væri að bíða eftir nýju leiðakerfi Strætó og Borgarlínu: „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú. Hluti af því er leiðakerfi Strætó og Borgarlína, hluti af því er að stytta vegalengdir, þétta byggðina, og að sjálfsögðu það sem hefur komið hvað sterkast út í rannsóknum það eru rafmagnshjólin. Reykjavíkurborg er búin að vera með tilraunaverkefni á rafmagnshjólum og það sem kemur í ljós er að þeir sem hafa fengið rafmagnshjól til afnota þeir nota það að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku til að fara í vinnuna og yfir 80 prósent voru að nota rafmagnshjólin í staðinn fyrir einkabílinn þannig að þarna er rosalegt sóknarfæri.“ Viðtalið við Sigurborgu má heyra í spilaranum hér fyrir ofan og viðtalið við Kristin í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarlína Garðabær Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Strætó Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira