Blöskrar neikvæðni vegna hundagerðis í Fossvogsdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Hundar leika sér á hundasvæði á Geirsnefi í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm „Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45