Blöskrar neikvæðni vegna hundagerðis í Fossvogsdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Hundar leika sér á hundasvæði á Geirsnefi í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm „Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45