Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 08:20 Placido Domingo er 78 ára gamall. Hér sést hann á hátíð í Madrid um miðjan júlímánuð. Getty/NurPhoto Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll. Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Óperusöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. Hann segist miður sín vegna ásakananna, hann hafi ætíð talið að hegðun hans væri samþykkt. AP fréttastofan greinir frá málinu og hefur rætt við konurnar sem staðhæfa að Domingo, sem er einn af frægustu tenórum heims en einnig virtur stjórnandi, hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Konurnar sem AP ræðir við eru söngvarar og dansarar sem segja að óperuheimurinn hafi vitað af þessari myrku hlið stjörnunnar, en kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Ein kvennanna segir Domingo hafa stungið hönd ofan í pils hennar og aðrar þrjár segja hann hafa gefið sér „blautan koss á munninn“ án þeirra samþykkis. „Það er ekkert óeðlilegt að fara á hádegisverðarfund,“ segir ein kvennanna. „Það að einhver reyni að halda í höndina á þér eða leggja höndina á lærið á þér á hádegisverðarfundi er hins vegar óeðlilegt. Hann var alltaf að reyna að snerta þig einhvern veginn og sífellt að kyssa þig.“Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Egilshöll árið 2005.AP segist jafnframt hafa rætt við á fjórða tug annarra samstarfsmanna Domingo sem segjast hafa orðið vitni að afbrigðilegri hegðun tónlistarmannsins. Hann hafi fengið að herja á ungar konur að vild sem ekki hafi þorað að setja sig upp á móti Domingo, af ótta við að ferill þeirra færi í vaskinn. Í yfirlýsingu frá Domingo segir hann sumar þessara ásakana vera allt að 30 ára gamlar. Þær séu óþægilegar, en jafnframt ónákvæmar. Engu að síður segir Domingo að honum þyki miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans upplifði framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Hann segist engu að síður gera sér grein fyrir því að þær reglur sem gilda um samskipti fólks hafi breyst í tímans rás. Hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við óperuna í rúmlega 50 ár og að hann ætli sér að hegða sér óaðfinnanlega í framtíðinni. Domingo, sem er 78 ára gamall, er í dag stjórnandi óperunnar í Los Angeles-borg. Hann hefur alls hlotið 14 Grammy verðlaun og áætlað er að hann hafi stigið rúmlega 4000 sinnum á svið, oftar en nokkur annar óperusöngvari í sögunni. Það gerði hann til að mynda í Egilshöll um miðjan mars árið 2005 ásamt Ana Maria Martinez. Frammistaða Domingo þótti góð en tónleikarnir heilt yfir lélegir, ekki síst vegna lélegs hljómburðar í Egilshöll.
Menning MeToo Spánn Tónlist Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira