Borgin setur milljónir í minni tónleikastaði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Tónleikastaðnum Húrra var lokað nýlega og þar verður bráðlega opnaður sportbar. Sjóðnum er ætlað að styrkja minni staði. Fréttablaðið/Sigtryggur Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira