Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Jakob Bjarnar og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. ágúst 2019 13:13 Wiktoria Joanna telur sig grátt leikna af Hatara, hún vill ekki una því og hefur nú stefnt þeim fyrir samningsbrot. Aðstandendur tónleikahátíðarinnar Iceland to Poland hyggjast stefna hljómsveitinni Hatara vegna vanefnda og svika. Þau hjá Hatara hafa brugðist við með stuttri yfirlýsingu:Til þeirra sem málið varðar,Svikamyllu ehf. hefur ekki borist stefna af neinu tagi. Ástæðan fyrir því að margmiðlunarverkefnið Hatari hætti við þáttöku í þessari hátíð er að það var ekki séð fram á að sveitin fengi greitt fyrir sína framkomu.Virðingarfyllst, Svikamylla ehf.Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Einar Hrafn Stefánsson, sem nefndur er sérstaklega til leiks í stefnu sem Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur tekið saman á hendur Hatara, sagði í stuttu samtali við Vísi að hann kannaðist við téðar deilur en hann hafi ekki séð neina stefnu. En, kaus svo að bregðast við frekari fyrirspurnum með samráði við aðra meðlimi Hatara og þá með áðurnefndri yfirlýsingu. Samkvæmt heimildum Vísis fór stefnan í birtingu í dag.Lögmaður Wiktoriu er Sævar Þór Jónsson en stefnan fór í birtingu í dag.Vísir/VilhelmWiktoria Joanna Ginter er aðalskipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland og hún segir farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka hljómsveitina Hatara á hátíðina. Wiktoria segir sveitina hafa skrifað undir samning sem kveður á um að Hatari komi fram en hljómsveitin hafi síðan hætt við í kjölfar þess að ekki var orðið við kröfu um sex sinnum hærri þóknun en í fyrstu var um rætt. Eða, svo segir Wiktoria sem hefur nú stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Fer hátíðin fram dagana 20. til 24. ágúst.Bókaði Hatara áður en frægðarsól hljómsveitarinnar reis Í samtali við Vísi um málið segir Wiktoria að sveitin hafi verið bókuð á hátíðina í febrúar, en upphaflega hafi viðræður um þátttöku Hatara í verkefninu hafist í desember 2018. Það var áður en sveitin vann sigur í Söngvakeppni sjónvarpsins og varð þannig framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar. „Hatari var á þessum tíma mun minna þekkt sveit en í dag, á Íslandi vissu ekki margir af þeim, hvað þá í Póllandi. Ég vildi fá þá til Póllands og víkka markaðinn þeirra,“ segir Wiktoria.Hatari á sviðinu í Ísrael í Eurovision-keppninni en framganga þeirra þar vakti mikla og verðskuldaða athygli.Getty/Gui PrivesSegist hún hafa verið vinkona sveitarmeðlima. Hún hafi verið iðin við að koma hljómsveitinni á framfæri og mæla með henni við fjölda fólks. Hún hafi einnig þýtt texta sveitarinnar yfir á pólsku sem vinagreiða við Matthías Tryggva Haraldsson, annan söngvara sveitarinnar, þar sem hann vildi þjónusta stærsta erlenda minnihlutahóp Íslands.Samningur fyrirliggjandi Wiktoria hafði hugsað sér að bóka GusGus sem aðalnúmer hátíðarinnar, en segir það ekki hafa gengið þegar litið var til tímasetninga. Sigtryggur Baldursson hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar íslenskrar tónlistar hafi þá bent henni á að bóka bæði VÖK og Hatara, þar sem sveitirnar væru með sama umboðsmann. Sigtryggur hafi komið henni henni í samband við umboðsmann sveitanna í desember og komist hafi verið að samkomulagi um að sveitirnar kæmu báðar fram á hátíðinni. Eftir nokkra ítrekunarpósta hafi Wiktoria síðan fengið undirritaðan samning um þátttöku Hatara. Samningur frá VÖK hafi hins vegar aldrei borist þrátt fyrir vilyrði um slíkt. „Vegna þess að VÖK ákvað að koma ekki þá misstum við stóran fjárfesti frá borðinu,“ segir Wiktoria og segir þá fjármuni sem hátíðin varð af nema um 12 milljónum íslenskra króna. Hún hafi þá haldið áfram skipulagi hátíðarinnar. Samskiptum hennar við VÖK, Hatara og umboðsmann sveitanna var þó ekki lokið.Wiktoria er afar ósátt við það hvernig Hatari stóð að málum og svo eftirmála þeirra viðskipta.„Í maí ákvað ég að hafa aftur samband við umboðsmann sveitanna og spyrja hvort það væri í lagi ef VÖK fengi greitt eftir hátíðina, þar sem tíminn var orðinn naumur,“ segir Wiktoria og vísar þar til þess að erfitt hefði reynst að tryggja fjármagn til þess að greiða sveitinni fyrir fram, þar sem stutt hafi verið í hátíðina.Vönduðu Wiktoriu ekki kveðjurnar Wiktoria segir að þá hafi henni borist harðort svar frá umboðsmanninum um að hvorki Hatari né VÖK myndu koma fram á hátíðinni, þrátt fyrir samning undirritaðan af fulltrúum Hatara um að sveitin tæki þátt. Hún segist þá hafa svarað því til að Hatara væri frjálst að draga sig út úr verkefninu gegn því að greiða fyrir bókun nýs listamanns, eins og kveðið væri á um í samningnum. Þá hafi umboðsmaður sveitanna hætt að svara skilaboðum hennar. Stuttu síðar, þegar Wiktoria var í sumarfríi í Tékklandi ásamt eiginmanni sínum, Grímúlfi Finnbogasyni, segir hún Einar Stefánsson, sem er meðlimur beggja sveita, hafa haft samband við sig. Hann hafi stungið upp á því að Hatari yrði aðalnúmer hátíðarinnar. Það væri þó háð þeim skilyrðum að sveitin fengi sex sinnum meira greitt en upphaflega hafði verið samið um. Wiktoria segist þá hafa tjáð honum að það væri ekki mögulegt þar sem fjármagnið til þess væri einfaldlega ekki til staðar. „Þá varð hann mjög óvinveittur og kallaði mig klikkaða. Hann endaði síðan á að segja að hann vildi ekki vinna með mér,“ segir Wiktoria. Úthrópuð sem þjófur af aðdáendum Hatara Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Wiktoria segir vandamálið hins vegar ekki hafa legið hjá sér, heldur Hatara. „Í kjölfarið fengum við mjög neikvæð viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar og vorum kölluð þjófar. Við urðum fyrir mikilli neikvæðni og álit almennings á okkur beið hnekki.“ Wiktoria segist í kjölfarið hafa fengið taugaáfall vegna alls þessa. „Þetta væri líklega allt í lagi ef þeir hefðu ekki sagt að þetta væri okkur að kenna,“ segir Wiktoria, sem stofnaði í kjölfar málsins Karolina Fund-styrktarsíðu með það fyrir augum að halda hátíðinni réttu megin við núllið. Hún hefur sem áður sagði stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Er fyrirhugað að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan september. Dómsmál Pólland Tónlist Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Aðstandendur tónleikahátíðarinnar Iceland to Poland hyggjast stefna hljómsveitinni Hatara vegna vanefnda og svika. Þau hjá Hatara hafa brugðist við með stuttri yfirlýsingu:Til þeirra sem málið varðar,Svikamyllu ehf. hefur ekki borist stefna af neinu tagi. Ástæðan fyrir því að margmiðlunarverkefnið Hatari hætti við þáttöku í þessari hátíð er að það var ekki séð fram á að sveitin fengi greitt fyrir sína framkomu.Virðingarfyllst, Svikamylla ehf.Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Einar Hrafn Stefánsson, sem nefndur er sérstaklega til leiks í stefnu sem Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur tekið saman á hendur Hatara, sagði í stuttu samtali við Vísi að hann kannaðist við téðar deilur en hann hafi ekki séð neina stefnu. En, kaus svo að bregðast við frekari fyrirspurnum með samráði við aðra meðlimi Hatara og þá með áðurnefndri yfirlýsingu. Samkvæmt heimildum Vísis fór stefnan í birtingu í dag.Lögmaður Wiktoriu er Sævar Þór Jónsson en stefnan fór í birtingu í dag.Vísir/VilhelmWiktoria Joanna Ginter er aðalskipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland og hún segir farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka hljómsveitina Hatara á hátíðina. Wiktoria segir sveitina hafa skrifað undir samning sem kveður á um að Hatari komi fram en hljómsveitin hafi síðan hætt við í kjölfar þess að ekki var orðið við kröfu um sex sinnum hærri þóknun en í fyrstu var um rætt. Eða, svo segir Wiktoria sem hefur nú stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Fer hátíðin fram dagana 20. til 24. ágúst.Bókaði Hatara áður en frægðarsól hljómsveitarinnar reis Í samtali við Vísi um málið segir Wiktoria að sveitin hafi verið bókuð á hátíðina í febrúar, en upphaflega hafi viðræður um þátttöku Hatara í verkefninu hafist í desember 2018. Það var áður en sveitin vann sigur í Söngvakeppni sjónvarpsins og varð þannig framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar. „Hatari var á þessum tíma mun minna þekkt sveit en í dag, á Íslandi vissu ekki margir af þeim, hvað þá í Póllandi. Ég vildi fá þá til Póllands og víkka markaðinn þeirra,“ segir Wiktoria.Hatari á sviðinu í Ísrael í Eurovision-keppninni en framganga þeirra þar vakti mikla og verðskuldaða athygli.Getty/Gui PrivesSegist hún hafa verið vinkona sveitarmeðlima. Hún hafi verið iðin við að koma hljómsveitinni á framfæri og mæla með henni við fjölda fólks. Hún hafi einnig þýtt texta sveitarinnar yfir á pólsku sem vinagreiða við Matthías Tryggva Haraldsson, annan söngvara sveitarinnar, þar sem hann vildi þjónusta stærsta erlenda minnihlutahóp Íslands.Samningur fyrirliggjandi Wiktoria hafði hugsað sér að bóka GusGus sem aðalnúmer hátíðarinnar, en segir það ekki hafa gengið þegar litið var til tímasetninga. Sigtryggur Baldursson hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar íslenskrar tónlistar hafi þá bent henni á að bóka bæði VÖK og Hatara, þar sem sveitirnar væru með sama umboðsmann. Sigtryggur hafi komið henni henni í samband við umboðsmann sveitanna í desember og komist hafi verið að samkomulagi um að sveitirnar kæmu báðar fram á hátíðinni. Eftir nokkra ítrekunarpósta hafi Wiktoria síðan fengið undirritaðan samning um þátttöku Hatara. Samningur frá VÖK hafi hins vegar aldrei borist þrátt fyrir vilyrði um slíkt. „Vegna þess að VÖK ákvað að koma ekki þá misstum við stóran fjárfesti frá borðinu,“ segir Wiktoria og segir þá fjármuni sem hátíðin varð af nema um 12 milljónum íslenskra króna. Hún hafi þá haldið áfram skipulagi hátíðarinnar. Samskiptum hennar við VÖK, Hatara og umboðsmann sveitanna var þó ekki lokið.Wiktoria er afar ósátt við það hvernig Hatari stóð að málum og svo eftirmála þeirra viðskipta.„Í maí ákvað ég að hafa aftur samband við umboðsmann sveitanna og spyrja hvort það væri í lagi ef VÖK fengi greitt eftir hátíðina, þar sem tíminn var orðinn naumur,“ segir Wiktoria og vísar þar til þess að erfitt hefði reynst að tryggja fjármagn til þess að greiða sveitinni fyrir fram, þar sem stutt hafi verið í hátíðina.Vönduðu Wiktoriu ekki kveðjurnar Wiktoria segir að þá hafi henni borist harðort svar frá umboðsmanninum um að hvorki Hatari né VÖK myndu koma fram á hátíðinni, þrátt fyrir samning undirritaðan af fulltrúum Hatara um að sveitin tæki þátt. Hún segist þá hafa svarað því til að Hatara væri frjálst að draga sig út úr verkefninu gegn því að greiða fyrir bókun nýs listamanns, eins og kveðið væri á um í samningnum. Þá hafi umboðsmaður sveitanna hætt að svara skilaboðum hennar. Stuttu síðar, þegar Wiktoria var í sumarfríi í Tékklandi ásamt eiginmanni sínum, Grímúlfi Finnbogasyni, segir hún Einar Stefánsson, sem er meðlimur beggja sveita, hafa haft samband við sig. Hann hafi stungið upp á því að Hatari yrði aðalnúmer hátíðarinnar. Það væri þó háð þeim skilyrðum að sveitin fengi sex sinnum meira greitt en upphaflega hafði verið samið um. Wiktoria segist þá hafa tjáð honum að það væri ekki mögulegt þar sem fjármagnið til þess væri einfaldlega ekki til staðar. „Þá varð hann mjög óvinveittur og kallaði mig klikkaða. Hann endaði síðan á að segja að hann vildi ekki vinna með mér,“ segir Wiktoria. Úthrópuð sem þjófur af aðdáendum Hatara Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Wiktoria segir vandamálið hins vegar ekki hafa legið hjá sér, heldur Hatara. „Í kjölfarið fengum við mjög neikvæð viðbrögð frá aðdáendum sveitarinnar og vorum kölluð þjófar. Við urðum fyrir mikilli neikvæðni og álit almennings á okkur beið hnekki.“ Wiktoria segist í kjölfarið hafa fengið taugaáfall vegna alls þessa. „Þetta væri líklega allt í lagi ef þeir hefðu ekki sagt að þetta væri okkur að kenna,“ segir Wiktoria, sem stofnaði í kjölfar málsins Karolina Fund-styrktarsíðu með það fyrir augum að halda hátíðinni réttu megin við núllið. Hún hefur sem áður sagði stefnt Svikamyllu ehf, móðurfyrirtæki Hatara, fyrir samningsbrot. Er fyrirhugað að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan september.
Dómsmál Pólland Tónlist Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira