Foreldrar Noru krefjast svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 23:15 Nora Quoirin. Vísir/AP Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst. Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36
Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55