Stoðþjónustu vantar fyrir skóla í strjálbýlli byggð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. ágúst 2019 13:24 Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00