Læknaritari – heilbrigðisgagnafræðingur Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:15 Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun