Ríkisstjórnin hristir sig saman við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 20:30 Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43