Ógnaði þingmanni sem var mótfallinn Brexit Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 22:59 Heidi Allen sagði sig úr Íhaldsflokknum í febrúar vegna Brexit. Vísir/Getty Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn. Bretland Brexit Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn.
Bretland Brexit Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira