Neikvæð áhrif Hvalárvirkjunar Ingólfur Bruun skrifar 31. júlí 2019 07:00 Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun