Fjármálaráðherrann boðar afsögn verði Boris Johnson fyrir valinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 11:06 Johnson (f.m.) og Hammond (t.h.) eftir ríkisstjórnarfund árið 2017. Johnson sagði síðar af sér vegna andstöðu við útgöngusamning May forsætisráðherra. Vísir/EPA Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert. Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00
Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38