Fótboltastríð Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. júlí 2019 09:00 Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar